Hoppa yfir valmynd

Bónda­dag­urinn haldinn hátíð­lega

Þann 20. janúar var bónda­dag­urinn haldinn hátíð­legur í Patreks­skóla en í tilefni dagsins buðu nemendur pabba/afa/bróður/frænda eða einhverjum öðrum í heim­sókn.


Skrifað: 24. janúar 2023

Nemendur á yngsta stigi sungu fyrir gestina skólasönginn og kepptu við gesti í Þorrakahoot. Boðið var uppá kaffi og nýbakaðar vöfflur. Í hádeginu var öllum nemendum boðið í hádegismat, í matinn var hangikjöt ásamt smakki af sviðasultu, lifrapylsu, blóðmör og pungar. Þökkum við öllum kærlega fyrir komuna.