Kvenfélagið Sif á Patreksfirði samþykkti fyrr í vetur að styrkja Patreksskóla til kaupa á Ipad og búnaði til forritunarkennslu á yngsta stigi. Lionsklúbbur Patreksfjarðar samþykkti á síðasta fundi vetrarins að styðja við Patreksskóla til tölvukaupa og styrkja þannig gott skólastarf í Patreksskóla. Til að hægt sé að halda uppi framúrskarandi skólastarfi þar sem viðhafðir eru meira…
Patreksskóli hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Í ár styrkir sjóðurinn 18 skóla um sem nemur rúmum 5 milljónum króna. Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 1,9 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og hins vegar er úthlutað um 3,4 milljónum króna til meira…
UNICEF hreyfingin fór fram í Patreksskóla í dag við mikinn fögnuð nemenda og starfsmanna. Nemendur fóru á milli stöðva í aldursblönduðum hópum og leystu alls kyns þrautir. Þegar hver hópur hafði leyst þrautina fengu þeir límmiða í heimspassann sinn til staðfestingar. Ein stöðin var að búa til listaverk með einhverju sem finnst í náttúrunni eins meira…
Skólaslit Patreksskóla 2022 verða þriðjudaginn 7. júní kl. 15:00 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Allir velkomnir!
Núna á vordögum var Patreksskóli samþykktur sem UNESCO skóli og er það mikill heiður fyrir nemendur og starfsfólk og alger samhljómur með þeim áherslum sem Patreksskóli vinnur með. UNESCO hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953 undir nafninu UNESCO Associated schools project network (ASPnet). Þeir eru nú um 10.000 talsins og starfa í meira…