Hoppa yfir valmynd

Stóri plokk­dag­urinn 2024

Sveit­ar­fé­lagið tekur þátt í Stóra plokk­deg­inum 2024 sem verður haldinn sunnu­daginn 28. apríl. Bæjar­búar eru eindregið hvattir til að taka þátt enda lofar veður­spáin góðu.


Skrifað: 26. apríl 2024

Auglýsingar

Á Bíldudal

Ruslapoka og einnota hanska má sækja í Muggsstofu, Strandgötu 7, sunnudaginn 28. apríl kl. 10-12. Þar má (en þarf ekki að) skrá sig á svæði til að plokka á, hugmyndin er að dreifingin á plokkurum verði sem best.

Afrakstrinum má skila:

  • Í gám við nýja áhaldahúsið og slökkvistöðina, á landfyllingunni á bak við rækjuverið í Strandgötu. Þau sem geta eru hvött til að koma plokkinu þangað.
  • Í kör sem verða staðsett annars vegar við Dalbraut 32 og hins vegar við geymsluna strax á vinstri hönd þegar maður kemur inn í bæinn.
  • Við nýja áhaldahúsið geta sérlega öflugir plokkarar líka fengið lánaða kerru.

 

Bíldudalur

Á Patreksfirði

Ruslapoka og einnota hanska má sækja í íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð, Aðalstræti 55, sunnudaginn 28. apríl á opnunartíma, það er kl. 10-15. Þar má (en þarf ekki að) skrá sig á svæði til að plokka á, hugmyndin er að dreifingin á plokkurum verði sem best.

Afrakstrinum má skila:

  • Í gám við áhaldahúsið á Þórsgötu 7, gegnt Fjölval. Þau sem geta eru hvött til að koma plokkinu þangað.
  • Á söfnunarstað á hverju plokksvæði. Pokunum er þá vel lokað og þeim komið sýnilega fyrir, þó ekki þar sem þeir trufla gangandi eða akandi umferð. Starfsmenn áhaldahúss sækja þá á mánudaginn. Sjá kort hér fyrir neðan sem verður einnig sýnilegt í Bröttuhlíð.
Patreksfjörður

Hvers vegna að plokka?

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa.
  • Einstaklingsmiðað.
  • Hver ræður sínum hraða og tíma.
  • Frábært fyrir umhverfið.
  • Fegrar nærsamfélagið.

Til að hafa í huga

  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til forráðamanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
  • Ekki er verra að hlaða niður góðri hljóðbók, hlaðvarpi eða lagalista og kippa heyrnartólunum með.

Við hvetjum plokkara til að vera duglegir að taka myndir og merkja Vesturbyggð á samfélagsmiðlum. Öll út að plokka!

Verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði

Magnús Árnason magnusar@vesturbyggd.is / 842 5335