Hoppa yfir valmynd

Skipan í kjörstjórnir

Málsnúmer 2402013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. febrúar 2024 – Bæjarstjórn

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að skipa sameiginlega kjörstjórn til að undirbúa sveitarstjórnarkosningar sem verða 4. maí næstkomandi. Þeirri kjörstjórn verði einnig falið að undirbúa forsetakosningar í júní í samráði við kjörstjórnir hvors sveitarfélags þar sem forsetakosningarnar munu eiga sér stað eftir að sameiginlegt sveitarfélag hefur tekið til starfa.

Mál frá 4. fundi undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem fór fram 07.02.2024.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða tillögu undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps að skipa sameiginlega kjörstjórn til að undirbúa sveitarstjórnarkosningar sem verða 4. maí næstkomandi og að þeirri kjörstjórn verði einnig falið að undirbúa forsetakosningar í júní í samráði við kjörstjórnir hvors sveitarfélags þar sem forsetakosningarnar munu eiga sér stað eftir að sameiginlegt sveitarfélag hefur tekið til starfa.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að sameiginleg kjörstjórn verði þannig skipuð.

Aðalfulltrúar:
Finnbjörn Bjarnason
Hafdís Rut Rudolfsdóttir
Sigurvin Hreiðarsson

Varafulltrúar:
Edda Kristín Eiríksdóttir
María Úlfarsdóttir
Thelma Dögg Theodórsdóttir

Samþykkt samhljóða.




24. apríl 2024 – Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að Edda Kristín Eiríksdóttir komi inn sem aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Hafdísar Rutar Rudolfsdóttir og Birna Hannesdóttir komi inn sem varamaður stað Eddu.

Hákon Bjarnason kemur inn sem aðalmaður í undirkjörstjórn í stað Eddu Kristínar á Barðaströnd og Elín Eyjólfsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Hákons.

Til máls tók:Forseti

Samþykkt samhljóða