Gróðursetning og grill - 29. maí 2020

Þennan dag mæta nemendur kl. 9:00 upp í Mikladal í Yrkjuskóg Patreksskóla. Þar mun 1.bekkur gróðursetja sínar fyrstu plöntur og aðrir bekkir huga að þeim plöntum sem þau gróðursettu áður. Að gróðursetningu lokinni er haldið niður í skóla á skólalóðina og snæddar grillaðar pylsur.  Skóla lýkur kl. 12:00