Þorrablót Patreksskóla var haldið í morgun á sal skólans og tókst með ágætum. Forráðamenn fjölmenntu og nemendur léku á alls oddi, sýndu leikrit, lásu upp og sýndu verkefni sem unnin hafa verið af þessu tilefni. Konur úr þjóðbúningafélaginu mættu og Eddi Björns lék á nikkuna. Gamlir íslenskir gripir voru til sýnis, s.s. gamlar kennslubækur, heklunálar, matarílát o.fl. Úgerðarfélagið Oddi gaf skólanum kort með öllum fiskimiðum kringum landið, auk þess að taka þátt í matarkostnaði varðandi blótið.

Að lokum settust allir að snæðingi, hvar smáræði af hefðbundnum þorramat var á boðstólnum auk hangikjöts og saltkjöts.  

 

"> Þorrablót Patreksskóla 2015 – Grunnskóli Vesturbyggðar

Þorrablót Patreksskóla 2015 - 29. janúar