Í Patreksskóla eru eftirtalin starfsheiti
Verkaskipting
Öll störf miða að því að skólinn sinni hlutverki sínu sem grunnskóli en samkvæmt lögum er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. (Lög um gr.sk. 91/2008, 2.gr.). Nánari markmið eru skilgreind í lögum og reglugerðum og í Aðalnámskrá grunnskóla.
Mikil áhersla er lögð á að verkaskipting starfsmanna sé skýr en jafnframt lögð rækt við að samvinna sé sem mest og best. Til þess að forðast óþarfa skörun verka eru í gildi starfslýsingar sem tilgreina helstu verkefni.
Skólastjóri
Samkvæmt lögum er skólastjóri forstöðumaður stofnunarinnar og ber ábyrgð á rekstri hennar í umboði sveitarstjórnar. Í 7. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 er starfslýsing skólastjóra á þennan veg:
Við grunnskóla skal vera skólastjóri sem er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum og veitir faglega forystu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn. Skólastjóri stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins. Skólastjóri boðar til kennarafunda svo oft sem ástæða þykir á starfstíma grunnskóla. Kennarafundi skulu sækja kennarar og aðrir sérfræðingar skólans. Skólastjóri boðar til starfsmannafundar svo oft sem þurfa þykir. Skólastjóri gerir tillögur til sveitarstjórnar um fyrirkomulag stjórnunar í grunnskóla með tilliti til þarfa viðkomandi skóla. Skólastjóri ákveður verksvið annarra stjórnenda skólans og skal einn þeirra vera staðgengill skólastjóra.
Umsjónarkennarar
Umsjónarkennarar gegna veigamiklu hlutverki og eru helstu og fyrstu tengiliðir skólans við nemendur og forráðamenn þeirra. Umsjónarkennarar vinna undir stjórn skólastjóra. Samkvæmt lögum um grunnskóla skal hver nemandi hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila. (Lög um gr.sk. 91/2008, 13.gr.)
Ætlast er til að umsjónarkennarar kynni sér gaumgæfilega þau gögn sem fyrir liggja um umsjónarnemendur sína, s.s. greiningarskýrslur (í vörslu sérkennara), kanni þörf á einstaklingsþjónustu, s.s. sérkennslu eða þjónustu við afburðanemendur. Umsjónarkennurum ber að sækja um tilskilda þjónustu fyrir nemendur sína til skólastjóra/sérkennara. Þá þurfa umsjónarkennarar að kynna sér skólasókn nemenda á undangengnum árum, námsárangur og félagslega stöðu.
Umsjónarkennarar hafa aðgang að Mentor (skráningarkerfi) þar sem þeir finna einkunnir, dagbókarfærslur og upplýsingar um skólasókn nemenda. Foreldrar senda umsjónarkennurunum tilkynningar um öll forföll barna sinna í tölvupósti eða símleiðis. Umsjónarkennarar sjá um að upplýsingar um nemandann séu færðar inn í Mentorforritið. Ætlast er til að umsjónarkennarar fylgist daglega með dagbókarskrifum um umsjónarnemendur þeirra.
Helstu verkefni umsjónarkennara eru að:
Verkefnalisti umsjónarkennara:
Nemandinn:
Mynda trúnaðartengsl við nemendur.
Stuðla að ábyrgð nemenda svo þeir verði færari um að velja og hafna.
Fylgjast með andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan nemenda.
Koma í veg fyrir að nemendur séu misrétti beittir vegna kynferðis, fötlunar eða kynþáttar.
Finna þá sem eru útundan eða jafnvel lagðir í einelti.
Kynna sér sögu bekkjarins.
Námið
Kynna verkefni vetrarins.
Miðla þekkingu í ýmsum lífsleikniþáttum.
Hafa umsjón með kennslustofu, sjá um að umgengni sé góð, gera stofuna aðlaðandi, sjá til þess að þar séu viðeigandi kennslugögn.
Sjá til þess að námsumhverfi sé gott og hvetjandi.
Félagslegir þættir
Halda fundi með nemendum. Umræður.
Félagsstörf. Sinna ýmsum uppákomum.
Stuðla að jafnrétti.
Mynda bekkjarheild.
Stuðla að góðum hollustuvenjum.
Undirbúa komu nýrra nemenda.
Efla samstarf milli nemenda.
Efla tengsl milli árganga (og skólastiga).
Foreldrasamstarf
Sinna foreldraviðtölum.
Sjá um kosningu fulltrúa í foreldrafélagið.
Kynningafundir með foreldrum.
Koma á stöðugu sambandi við heimilin.
Fá báða foreldra til viðtals ef upp koma vandamál.
Hafa viðtalstíma.
Hafa viðtöl við foreldra í upphafi skólagöngu.
Samstarf
Samstarf og samband við aðra kennara. Gagnvirkar upplýsingar berist um gang
náms, andlega og félagslega líðan nemenda.
Samstarf við annað starfsfólk skóla.
Ýmislegt
Kynna nemendum skólareglur og semja bekkjarreglur með þeim.
Færsla einkunnabóka, dagbóka, skýrslna o.fl.
Skrá mætingar og fylgjast með þeim.
Gefa einkunnir, umsagnir, fylgjast með námsframförum.
Eftirlit með námsbókum og verkefnum
Árganga- og fagstjórar
Hlutverk árgangastjóra er m.a.
Halda utanum starf viðkomandi árganga.
Tryggja samráð og samvinnu milli kennara í árgöngunum í Patreksskóla
Stjórna árgangafundum einu sinni í mánuði og halda fundargerð og setja á k-drifið
Samræma kennsluáætlanir og námsmat í viðkomandi árgöngum.
Eru tengiliðir árganga við skólastjóra.
Skýrsla um helstu viðfangsefni að vori.Við Patreksskóla er starfandi fagstjóri í sérkennslu. Hlutverk fagstjóra er að móta stefnu um kennsluhætti og vinnubrögð í viðkomandi námsgrein, vinna með fagkennurum að gerð kennsluáætlana, einstaklingsnámskráa, skólanámskrár, vali á námsefni, yfirferð námsefnis, námsmati og stefnumótun. Fagstjórum er ætlað að skipuleggja nám í sinni námsgrein þannig að nemendur nái sem bestum árangri og að kennslan sé fjölbreytt og sniðin að einstaklingsþörfum nemenda. Fagstjórar, í samvinnu við viðkomandi fagkennara, sinna skipulagningu náms í viðkomandi námsgrein eða námssviði. Fagstjórar sitja einnig fundi með árgangastjórum og skólastjórum. Fagstjórar samræma námsmat og einkunnagjöf og gera tillögur um fyrirkomulag prófa/námskannana. Fagstjórar veita kennurum greinarinnar kennsluráðgjöf og leiðbeina nýliðum.
Helstu verkefni fagstjóra eru að:
Fagkennarar
Fagkennarar vinna undir stjórn skólastjóra og sinna þeim verkum sem fylgja starfi innan greinarinnar. Fagkennarar þurfa eftir sem áður að sinna ýmsum verkum sem tengjast umhirðu við nemandann og helstu verkefni þeirra eru að:
Stuðningsfulltrúar
Stuðningsfulltrúar vinna við að aðstoða nemendur í námi og öðru starfi í skólanum. Stuðningsfulltrúar vinna undir verkstjórn umsjónarkennara og fagstjóra í sérkennslu og geta bæði verið að sinna einstökum nemendum eða hópum nemenda. Í kennslustundum vinna stuðningsfulltrúar undir verkstjórn viðkomandi kennara.
Þegar viðkomandi nemendur eru forfallaðir þá vinna stuðningsfulltrúar önnur störf skv. verkstjórn umsjónarkennara, sérkennara eða skólastjóra.
Stuðningsfulltrúar aðstoða nemendur og sinna gæslu í frímínútum og í hádegishléi samkvæmt stundatöflu.
Húsvörður
Húsvörður hefur yfirumsjón með viðhaldi, daglegum rekstri og þrifum á húsnæði skólans og hirðingu skólalóðar. Hann er nánasti yfirmaður skólaliða og tengiliður við aðila sem sinna þrifum á skólanum, öryggisgæslu og viðhaldi.
Helstu verkefni húsvarðar eru:
Skólaliðar
Skólaliðar annast öryggisgæslu og þrif á skólahúsnæðinu og skólalóð. Þrif fara fram á skólatíma og eru unnin samkvæmt skipulagi sem húsvörður setur upp í samráði við skólaliða.
Skólaliðar annast ýmis önnur störf samkvæmt verkskipulagi, s.s. afgreiðslu í mötuneyti nemenda og starfsmanna, aðstoð á skólasafni, aðstoð við viðhaldsverkefni og annað það er skólastjórnendur eða húsvörður fela þeim.
Skólasafnskennari
Á bókasafni starfar einn bókasafnsvörður sem stjórnar bókasafninu og með honum verður skipulagt skólastarf og bókasafnskennsla innan þess. Helstu verkefni skólasafnskennara eru:
Sérkennarar
Stundaskrá sérkennara getur verið mismunandi eftir verkefnum hverju sinni. Breytingar á stundaskrá eru ætíð gerðar í samráði við viðkomandi kennara og undir stjórn skólastjóra.
Í reglugerð um nemendur með sérþarfir nr. 585/2010 er áréttað að allir nemendur eigi að fá „jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra.” Sérkennarar sinna kennslu sem felur í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. Kennslumagn skal ætíð vera hið sama samkvæmt vinnuskýrslu.
október 2018