Móttaka nýrra starfsmanna

Mótttaka nýrra starfsmanna
Skólastjóri er ábyrgur fyrir því að nýjum starfsmanni sé veitt viðeigandi fræðsla samkvæmt móttökuáætlun.Tilgangurinn með móttökuáætlun er að kynna fyrir nýjum starfsmönnum mikilvæg atriði í skólastarfinu og auðvelda þeim að aðlagast nýjum vinnustað. Á hverju hausti skal halda kynningu fyrir nýja starfsmenn. Um kynninguna sjá: Skólastjóri, trúnaðarmaður kennara/starfsmanna, verkefnastjóri tölvumála og umsjónarmaður fasteigna.

Skólastjóri:
Sér um að nýr starfsmaður undirriti ráðningarsamning.
Sýnir nýjum starfsmanni húsakynni skólans.
Kynnir stefnu skólans.
Kynnir réttindi og skyldur starfsmanna skv. kjarasamningi (s.s. veikindarétt, lífeyrismál, símenntunarákvæði, vinnutímaramma, vinnuskýrslu, stundatöflu, undirbúningstíma, vinnumenningu, starfsreglur, trúnaðar- og þagnarskyldu o.fl.).
Sér um að nýr starfsmaður undirriti yfirlýsingu um trúnað og þagnarskyldu.
Veitir nýjum starfsmanni upplýsingar um vinnureglur, vinnufyrirkomulag, vinnutíma og starfsmannafundi.
Fer yfir starfslýsingu og hæfniskröfur starfsins við kennarann/starfsmanninn, ræðir starfshætti í væntanlegu starfi.

Kynnir Aðalnámskrá grunnskóla/skólanámskrá/skóladagatal/starfsáætlun.
Kynnir upplýsingamiðla, heimasíðu og Mentor.
Kennir nýjum starfsmönnum vinnubrögð við skráningu á t.d. Mentor.
Kynnir þjónustu sérkennslu og námsvera.
Sér um að allar upplýsingar sem fram koma á kynningarfundinum verði aðgengilegar á sameign.
Kynnir hvernig móttöku nýrra nemenda er háttað.
Kynnir skipulag matarmála í skólanum, bæði fyrir nemendur og kennara/starfsmenn.
Fer yfir hagnýt atriði s.s. kaffitíma, fatnað, hefðir og umgengni í skólanum.
Kynnir nýja kennara/starfsmenn á fyrsta starfsmannafundi.
Kynnir nýja kennara/starfsmenn fyrir foreldrum.
Kynnir brunavarnir skólans, fyrstu viðbrögð við slysum og skráningu á slysum.
Kynnir tölvukerfi skólans, tölvupóst, geymslu gagna og prentunarmáta.
Kynnir vefsíðu skólans og hver setur efni inn á hana.
Afhendir nýjum kennara/starfsmanni lykla (kvittað fyrir).
Sér um að nýr kennari fái afhenta vinnutölvu (kvittað fyrir og skráð hjá sveitarfélagi).

Öryggismál
Eru minna en tvö ár frá því að viðkomandi sótti slysavarna og skyndihjálparnámskeið? Skyndihjálparnámskeið er fyrirhugað á þessu skólaári.
Kynning á viðbragðsáætlun og öryggisferlum skólans. Er gert á starfsmannafundi að hausti. Rýmingaráætlun á að vera við dyrnar í hverri stofu.
Staðsetning á sjúkrakassa og öryggisupplýsinga. Starfsfólk er frætt um staðsetningu sjúkrakassa og hvar teikningu er að finna. Öryggisupplýsingar eru í Starfsmannahandbók og Skólanámskrá.
Ábyrgð og hlutverk í viðbragðsáætlunum : Skólastjóri og öryggisvörður (húsvörður) er ábyrgðaraðilar og umsjónarkennarar / kennarar sjá um framkvæmd þegar bregðast þarf við.
Heilsufarsupplýsingar s.s. bráðaofnæmi er að finna á Mentor.

Trúnaðarmaður:
Kynnir stéttarfélag (KÍ/það stéttarfélag sem við á).
Önnur mál er varða stéttarfélög.

Tölvuumsjónarmaður:
Eins og stendur er enginn tölvuumsjónarmaður í Vesturbyggð.

október 2018