Kennarar skólans njóta mikils sjálfstæðis í tilhögun og útfærslu á kennslu sinni. Stefna skólans er að hver kennari njóti hæfileika sinna og sníði kennsluna að styrkleikum sínum og áherslum. Á hinn bóginn þurfa allir að vinna innan ramma skólasamfélagsins, vinnutímaramma, laga og aðalnámskrár. Samstarfsfundir árganga og fagstjóra eru því haldnir reglulega, minnst einu sinni í mánuði, stundum í tenglsum við kennarafundi sem haldnir eru fyrsta miðvikudag í mánuði sé því við komið og eru kl. 14:15-16:00 .Þessir tímar eru nýttir til fagfunda, almennra kennarafunda, starfsmannafunda, umsjónarkennarafunda, sérgreinakennarafunda og árgangafunda. Fastir fundir skólastjóra og árganga- og fagstjóra er einn miðvikudag í mánuði kl 14:15-15:00.
Á skólaárinu verða eftirfarandi þættir endurskoðaðir og verður afurðin kynnt kennurum og öðru starfsfólki skólans eftir eðli áætlananna. Í stað þess að vera með nákvæmlega dagsetta fundaáætlun verður tilgreint í hvaða mánuði skólaársins viðkomandi þáttur verður lagður fram til samþykkis á kennara/starfsmannafundi:
Október:
Móttaka nýrra starfsmanna
Námsvísar og kennsluáætlanir byggðar á grunnþáttum; nýjir starfshættir.
Nóvember:
Endurskoðun á sýn og stefnu skólans.
Starfsáætlun nemendafélagsins
Samskipti heimlis og skóla
Foreldrafélag, hlutverk og starfsáætlun
Janúar
Heilsueflandi skóli, áætlun um innleiðingu.
Áfengis og fíknivarnir – áætlunargerð
Febrúar
Mars
Öryggisáætlun endurskoðun.
Móttaka nýrra nemenda endurskoðuð.
Apríl
Kennslufræðileg stefna skólans verður endurskoðuð og kynnt.
Viðmið um fjölbreytta kennsluhætti og námsmat tekið í gagnið.
Innleiðing á K3 – Mentor – lýkur 2017-2020
Maí/júní
Fastmóta stefnu um gerð áætlana og námsvísa
Einu sinni í mánuði boðar skólastjóri til sameiginlegra funda allra kennara skólans. Auk kennarafunda eru þá einnig árganga- og fagfundir. Á þessum fundum ræða kennarar starfið framundan, sameiginleg verkefni, kjósa í nefndir, undirbúa samvinnu og gera annað það sem þurfa þykir skólastarfinu til heilla. Minni / eða auka kennarafundir eru haldnir ef þess þarf.
Viðvera á miðvikudögum
Fundur með árganga- og fagstjórum. Fundur í öryggisnefnd 1).
Hreyfing á sal ☺.
Hreyfing á sal ☺ 4)
1) Fundað í öllum deildum. Öryggisráð í Patreksskóla og deildarstjórar stýra vinnu í sínum deildum.
2) Árgangastjórar skipuleggja fjarfundi og láta viðkomandi kennara vita.
3) Þá geta kennarar hitt Helgu eða hringt og fengið sérkennsluráðgjöf og aðstoð við einstaklingsnámskrár fyrir nemendur.
4) Hreyfing á sal er til gamans gert og eru allir hvattir til að taka þátt og gera hópeflisæfingar.
Hér fyrir neðan er að finna yfirlit helstu viðfangsefna sem ýmist eru tekin fyrir á starfsmannafundum ásamt hefðbundnum fundarefnum og málefnum líðandi stundar. Fyrir neðan er ítarleg áætlun um dagsetningar fundanna og eðli þeirra.
2018 – 2019
Mán/dags Fundartegund Gestir Tími Staðs._______
Ágúst 15 * Kennaraf. Starfsf. 14 – 15 Patr.sk
——- 15 * Starfsf. St.f./sk.lið 10 – 11 Patr.sk
Sept. 12 * Kennaraf. Starfsf. 14:15-15 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Okt. 3 * Kennaraf. Starfsf. 14:15-15 Patr.sk
—- 3 * Starfsf. St.f./sk.lið 10 – 11 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Nóv. 14 * Kennaraf. Starfsf. 14:15-15 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Nóv. 16 * Skólaráðsf. Skólaráð 17 – 18 Patr.sk
Des. 5 * Kennarf. Starfsf. 14:15-15 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Jan. 3 * Kennarf. Starfsf. 14 – 15 Patr.sk
—- 3 * Starfsf. St.f./sk.lið 10 – 11 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Feb. 6 * Kennaraf. Starfsf. 14:15-15 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Mars 6 * Kennaraf. Starfsf. 14:15-15 Patr.sk
—- 18 * Starfsf. St.f./sk.lið 10 – 11 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Mars 7 * Skólaráðsf. Skólaráð 17 – 18 Patr.sk
Apr. 3 * Kennaraf. Starfsf. 14:15-15 Patr.sk
— miðv.d * Árg.fundir Kennarar 14:30-15:30 Patr.sk
Maí 6 * Kennaraf. Starfsf. 15:15-15 Patr.sk
— 6 * Starfsf. St.f./sk.lið 10 – 11 Patr.sk
Maí 15 * Skólaráðsf. Skólaráð 17 – 18 Patr.sk
Júní 3 * Kennaraf. Starfsf. 10 – 11 Patr.sk
Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma skólans eru 5 og skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum. Starfsdögunum er dreift yfir skólaárið. Á þessum dögum er stefnt að því að halda námskeið fyrir starfsfólk í samræmi við símenntunaráætlun skólans. Reynt er að samræma starfsdaga hjá leik- og grunnskóla Vesturbyggðar.
Starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru 8 og hefur sú venja skapast að hafa fimm daga fyrir skólasetningu og þrjá daga eftir skólaslit. Á þessum dögum er unnið við stundaskrár, bókapantanir, frágang og skipulag og oftast eru námskeið á þessum tíma. Flestir starfsdaganna eru sameiginlegir fyrir allar deildir og haldnir í Patreksskóla.
október 2018