Smiðjulok hjá miðstigi voru haldin í matsal Patreksskóla í morgun. Foreldrum var boðið að sjá afrakstur vinnu nemenda í fyrstu smiðju haustins. Nemendur unnu með íslenskt kaffimeðlæti eins og það var á borðum íslendinga á árum áður. Ásamt því að kynnast ýmsum fróðleik um sögu matarins, sem sett var í uppskriftabók ásamt uppskriftum, þá voru kræsingarnar bakaðar í heimilisfræðitímum. Boðið var upp á smakk og kaffi.