Uppbyggingarstefna

Uppbyggingarstefnan er uppeldisstefna Patreksskóla. Ávallt er gert ráð fyrir uppbyggjandi samskiptum og skólastarfi.

Innleiðing Uppbyggingarstefnunar hófst skólaárið 2010-2011. Uppbyggingarstefnan (Restitution) leggur áherslu á uppbyggileg samskipti fremur en viðurlög. Á ábyrgð fremur en hlýðni. Á virðingu fremur en stjörnugjöf. Rannsóknir á skólastarfi hafa sýnt að þegar kennarar og nemendur sýna hver öðrum gagnkvæma virðingu batna skilyrði til að læra og einkunnir fara hækkandi. Uppbygging er reist á kenningum um hæfni manns til sjálfstjórnar, hæfni til að stjórna innri skynjun á ytri veruleika. Uppbygging kennir börnum sjálfsaga og leggur rækt við hæfni þeirra til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
Uppbyggingarstefnan, Uppbygging sjálfsaga – Uppeldi til ábyrgðar er heildstæð nálgun sem notast er við með það að markmiði að skapa umhyggjusamt skólasamfélag. Meginmarkmið nálgunarinnar er að ryðja úr vegi gömlum gildum um refsingar sem aðferð við að takmarka aga- og hegðunarvanda í skólum og styðjast frekar við að gera sem mest úr einstaklingnum sjálfum, hans innri persónu, áhugahvöt, lífsgildum og markmiðum.
Aðferðir Uppbyggingarstefnunnar efla félagsfærni, tilfinningaþroska, sjálfstæði og sjálfsvirðingu nemenda og því er mikilvægt að foreldrar taki þátt í því starfi sem byggt er upp innan skólans.
Ef um óásættanlega hegðun er að ræða hjá nemendaum er þó gripið til sértækra aðgerða. Sjá bækling um Skýr mörk.

(Uppfært september 2018)