Jafnréttisáætlun GV

"> Jafnréttisáætlun – Grunnskóli Vesturbyggðar

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun skóla
Jafnréttisáætlun skóla byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008 og jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Jafnréttisstefnan á við um nemendur, foreldra og starfsfólk skólans og á að tryggja að jafnrétti nái til allra í skólasamfélaginu. Sem vinnustaður þarf skóli, með 25 starfsmenn eða fleiri, að gera áætlun um hvernig starfsmönnum eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. laganna. Sem menntastofnun þarf skólinn, óháð starfsmannafjölda, að uppfylla 22. og 23.gr. laganna sem snúa að nemendum.

Markmið
Markmið jafnréttisáætlunar skóla er að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum og í skólanum sem menntastofnun nemenda. Til að framkvæma jafnréttisstefnu skólans er sett fram verkefnastýrð jafnréttisáætlun með markmiðum, aðgerðum, ábyrgð og tímaramma.

Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011).

Ábyrgð
Skólastjóri ber ábyrgð á að jafnréttisáætlun sé gerð í samræmi við lög og reglur og hún uppfærð samkvæmt lögum á þriggja ára fresti. Skólastjóri og deildarstjóri bera ábyrgð á að unnið sé samkvæmt aðalnámskrám leik- og grunnskóla í öllu starfi skólans. Jafnréttisfulltrúar skólans vinna með skólastjórnendum að útfærslum á vinnu með jafnrétti.

Jafnréttisfulltrúar
Tveir jafnréttisfulltrúar eru við skólann, auk jafnréttisnefndar, en hlutverk þeirra er að gæta þess í samráði við skólastjórnendur að jafnréttislögum sé fylgt en einnig að vinna að útfærslu hugmynda um vinnu með jafnréttishugtakið í skólastarfinu og fá fólk í lið með sér.

Jafnréttisáætlunin í heild er hér að neðan sem pdf skjal.