Grænfáninn

Skóli á grænni grein

Umhverfisstefna

 

Grænfáninn

Árið 2012 fékk Patreksskóli Grænfánann afhentan sem viðurkenningu fyrir öflugt umhverfisverndarstarf. Þeirri vinnu var haldið áfram og stýrt af Grænfánanefnd. Vorið 2015 var aftur metið hvort skólinn héldi Grænfánunum sínum. Fengum við fullt hús stiga og var fáninn afhentur með athöfn. Patreksskóli fékk afhentan sinn þriðja fána í endaðan maí 2018.

Grænfánanefnd: María Ósk Óskarsdóttir formaður, Helga Gísladóttir, Símon Símonarson, Jónína Helga Sigurðardóttir, Arna Margrét Arnardóttir, Agnieszka Krupa.

 

Í starfinu felst að:

  • stofna umhverfisnefnd skólans,
  • meta stöðu umhverfismála í skólanum,
  • gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum,
  • sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum,
  • fræða nemendur um umhverfismál,
  • kynna stefnu sína út á við og fá aðra með,
  • setja skólanum formlega umhverfisstefnu.