Eineltisáætlun

Stefna Patreksskóla

Í Patreksskóla er einelti eða annað ofbeldi ekki liðið.  Leitað er allra leiða til að fyrirbyggja og stöðva slíkt og leysa á farsælan hátt. Nemendum eru kennd góð samskipti frá unga aldri, m.a. í gegnum Uppeldi til ábyrgðar. Nemendur skulu hvattir til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki með því að hjálpa og láta vita. Nemendum skal gert grein fyrir því að það að skilja kerfisbundið út undan og virða aðra ekki viðlits er einelti. Patreksskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju fyrir öllum.

Eineltisáætlun fyrir Patreksskóla í heild.