Eineltisáætlun

Eineltisáætlun

Í Patreksskóla er farið eftir Olweusaraðgerðaráætluninni gegn einelti. Við skólann starfar eineltisteymi skipað þremur kennurum sem sjá um að eineltisáætlanir skólans séu endurskoðaðar reglulega.

Rannveig Haraldsdóttir form

Hrafnhildur Bára Erlingsdóttir

Jónína Helga Sigurðardóttir Berg

Hlutverk eineltisteymis:

  • Halda eineltisáætlun gangandi.
  • Fylgjast með bekkjarfundum.
  • Sinna ráðgjöf varðandi eineltismál sem upp kunna að koma í skólanum.
  • Stýra þemavinnu um einelti.
  • Skipuleggja tvo þemadaga á skólaári helgaðan baráttu gegn einelti.
  • Setja nýja kennara inn í stefnu Patreksskóla í eineltismálum.

Markmið Patreksskóla er að aldrei þurfi að virkja eineltisáætlunina og að ekkert umburðarlyndi sé gagnvart einelti í skólanum.

Eineltisáætlun Patreksskóla

Skilgreining á einelti:

Nemandi er lagður í einelti þegar hann verður aftur og aftur fyrir neikvæðri áreitni frá einum eða fleiri nemendum (Olweus, 1989). Skólinn telur að þessi skilgreining eigi við um allar manneskjur, fullorðið fólk rétt eins og börn.

Reglulegir bekkjarfundir eru mikilvægur liður í að leysa úr ágreiningi og koma í veg fyrir einelti.

Einelti er ekki liðið í Patreksskóla.

Ef nemendur, foreldrar eða starfsfólk skólans fá vitneskju um að einelti eigi sér stað er mikilvægt að láta umsjónarkennara vita.

Ef umsjónarkennari greinir málið samkvæmt skilgreiningu skólans á einelti, leitar hann eftir upplýsingum frá öðru starfsfólki skólans. Umsjónarkennari ræðir við þolanda og geranda/gerendur og ákveður næstu skref eftir eðli málsins. Hann ráðfærir sig við samstarfsmenn, yfirmenn og/eða sálfræðing.

Ef umsjónarkennari metur að um einelti sé að ræða gerir hann foreldrum málsaðila grein fyrir stöðunni og skráir niðurstöður.

Farið er yfir í samráði við eineltisteymi:

Hver úrræði skólans eru til að aðstoða þolanda og geranda/gerendur.

Hvað foreldrar geta gert til aðstoðar barni og skólanum og hver ábyrgð foreldra sé í eineltismálum.

Að foreldrar geti sjálfir leitað ráða hjá sálfræðingi og stjórnendum.

Samstarf foreldra og umsjónarkennara um eftirfylgd málsins.

Umsjónarkennari gerir viðkomandi kennurum, skólastjórnendum og öðru

starfsfólki grein fyrir stöðu mála eftir því sem við á.

Ef ofangreindar aðgerðir bera ekki árangur, að mati umsjónarkennara, þá vísar hann málinu til nemendaverndarráðs.

 

Meðferð eineltismála

Kennarar og aðrir starfsmenn skólans

Ef nemendur, foreldrar eða starfsmenn skólans fá vitneskju um að einelti eigi sér stað er mikilvægt að láta umsjónarkennara og/eða skólastjórnendur vita.

Helstu þættir sem þurfa að vera til staðar til að koma í veg fyrir einelti eru: Samræmd viðhorf innan skólans, bekkjarvinna, mótun viðhorfs nemenda gegn ofbeldi, samstarf við foreldra og einstaklingsvinna með einstaka nemendur. Góð samvinna og trúnaður milli umsjónarkennara og foreldra eru einn styrkasti þátturinn í úrvinnslu eineltismála.

Nauðsynlegt er að gera greinarmun á stríðni og einelti.

Stríðni getur þó þróast út í einelti.

Einelti þarf að vera viðvarandi til að falla undir skilgreininguna.

Einelti á sér stað oftar en við gerum okkur grein fyrir.

Einelti er mjög oft skipulagt.

Stelpur og fullorðnir nota oftar orð.

Einelti getur verið líkamlegt.

Einelti getur verið andlegt, t.d. að útiloka einhvern úr hópnum.

Dæmi um úrræði

Reglulegar kannanir um líðan nemenda í skólanum.  

Bekkjarvinna – vinna með samskipti. Kennari leggur fyrir tengslakönnun í bekknum.  

Styrkja þolanda. Viðtöl við umsjónarkennara, námsráðgjafa og/eða hjúkrunarfræðing.  

Gera hegðunarsamning við geranda/gerendur.  

Leitað til námsráðgjafa, sálfræðings, hjúkrunarfræðings, sem tekur viðtöl við þolanda og geranda/gerendur og foreldra.

Reglulegir fundir með kennara /kennurum og foreldrum.

Mjög mikilvægt er að gæta trúnaðar í meðferð eineltismála.

Viðhorf í skólanum þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og umræðu þar sem áhersla er lögð á jákvætt viðmót gagnvart börnum og unglingum.

 

Olweusaráætlun gegn einelti.

Patreksskóli starfar samkvæmt Olweusaráætluninni gegn einelti og hefur gert það frá byrjun áætlunarinnar árið 2002.

Meginreglur í Olweusaráætluninni gegn einelti
Olweusaráætlunin hvílir á fremur fáum lykilmeginreglum sem fengist hafa staðfestar í vísindalegum rannsóknum á þróun og breytingum þessa atferlisvanda, einkum árásarhneigðu atferli. Það er því mikilvægt að reyna að koma á „endurskipulagningu þess félagslega umhverfis sem er“ og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:

• hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
• ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis
• stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
• fullorðnum í skóla (og á heimili) sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.

Þessar meginreglur hafa svo verið „þýddar“ yfir í ýmsar aðgerðir í skólum, á heimilum og hvað hvern og einn varðar (sjá 1. töflu). Helstu markmið aðgerðaáætlunarinnar eru þau að breyta „skipulagi tækifæra og umbunar“ fyrir einelti þannig að mjög dragi úr möguleikum á eineltisatferli og umbun fyrir það.
Upplýsingar um Olweusarverkefnið gegn einelti og andfélagslegri hegðun

(sjá tengil:www.olweus.is)

Efnið byggir á kröfum til þátttakenda og á útfærslu á Íslandi fram að þessu.