Skólavísir/kennsluáætlanir

Kennarar og starfsfólk Patreksskóla hafa frá því 2017 unnið að því að innleiða starfshætti í anda aðalnámskrár grunnskóla þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda með stórauknu hlutfalli af skapandi kennsluháttum eins og fram kemur í kennslufræðilegri stefnu skólans.

Skólaárið 2018 til 2019 lögðu kennarar sig fram um að reyna að koma í skipuleggja og koma í framkvæmd heildstæðu skólastarfi þar sem grunnþættir aðalnámskrár  birtast markvisst í námi barnanna – íhlutun nemenda væri mikil, verkefni fjölbreytt og aðkoma skólasamfélagsins mikil. Slíkar breytingar á starfsháttum eru tímafrekar en dropinn holar steininn. Það er markmið Patreksskóla að heildstæðir námsvísar verði tilbúinir við lok skólaársins 2021. Vinnan hófst við gerð námsvísa í samfélagsfræði og Íslensku.

Námsframvinda hvers og eins birtist í Mentor.

Skólavísar (námsvísar) eru í vinnslu og verða tilbúnir vorið 2020.

Kennsluáætlanir eru unnar út frá námsvísum; hér er dæmi um eitt sett af kennsluáætlunum sem kennarar hafa verið að fikra sig áfram með. Vorið 2021 er stefnt að því að til séu heildstæðar áætlanir sem fylgja heildstæðum námsvísum sem munu byggjast upp á næstu tveimur árum og sýna fram á hvernig kennslufræðileg stefna skólans birtist í áætlunum, námi og kennslu og námsmati.