Skólastefna Vesturbyggðar

11. maí 2022 var staðfesti bæjarstjórn Vesturbyggðar endurskoðaða skólastefnu Vesturbyggðar. Í stefnunni er að finna framtíðarsýn Vesturbyggðar þegar kemur að starfrækslu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í sveitarfélaginu.

Framtíðarsýn

Markmið Vesturbyggðar er að starfrækja grunn, leik- og tónlistarskóla í Vesturbyggð sem standast ýtrustu gæðakröfur á hverjum tíma þar sem allir leggjast á eitt um að stuðla að fjölbreyttu og metnaðarfullu skólastarfi. Vellíðan barna er í fyrirrúmi og skóla- og félagsstarf byggir á að rækta styrkleika nemenda kerfisbundið. Mikil áhersla er lögð á uppbyggjandi samskipti við nemendur, foreldra og á milli starfsfólks. Leitað verði fjölbreyttra leiða til þess að koma til móts við nemendur og foreldra óháð búsetu og lögð áhersla á að tengja saman skólastarf, íþróttir, tómstundir og félagslíf. Áhersla er lögð á framúrskarandi starfsaðstæður, kurteisi, gagnkvæma virðingu, jafnrétti og mannréttindi, samvinnu og lýðræðislega starfshætti. Komið er fram við börn af virðingu og tiltrú og skýrar væntingar gerðar til þeirra.

Þá er í stefnunni fjallað um samfellda skólagöngu og samstarf skóla, tómstunda, tónlistar- og íþróttastarfs og að fundnar verði leiðir til þess að nemendur sem hefja framhaldsskólagöngu geti valið úr fjölbreyttum leiðum til að stunda gæðaframhaldsskólanám í heimabyggð eins lengi og kostur er.

Skólastefnu Vesturbyggðar er að finna hér:  https://sites.google.com/ais.is/vestur-gahandbksklastefnuhv/home

Gæðahandbók skólastefnunnar, er aðgengileg hér: https://sites.google.com/ais.is/vestur-gahandbksklastefnuhv/home