Skóladagatal

Samkvæmt skóladagatali eru skóladagar nemenda 180. Á skólaárinu 2021-2022 eru alls sex skertir dagar, en það eru dagar þegar nemendur mæta aðeins hálfan eða hluta úr degi. Þetta eru m.a. skólasetningardagur og skólaslitadagur, auk tveggja foreldraviðtalsdaga, litlu jólin og árshátíð nemenda. Jólaleyfi nemenda í 1.-10. bekk er frá 18. desember til 2. janúar. Páskaleyfi nemenda í 1.-10. bekk er frá 9. mars – 18. apríl. Skipulagsdagar eru fimm á skólaárinu og vetrarfrí eru tveir dagar, 9. nóvember.