Mat á skólastarfi

Innra- og ytra mat

Mat á skólastarfi er tvíþætt: Annars vegar er um að ræða mat sem skólar framkvæma sjálfir og er kallað innra mat. Hins vegar er um að ræða mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum sveitarfélags, ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila og er nefnt ytra mat.

Innra mat

Gott innra mat gefur skýra mynd af gæðum náms og kennslu og stjórnun skólans. Með innra mati er lagt mat á hvernig starfsfólk skólans stendur sig og við matið horft til viðmiða sem sett eru um gæði skólastarfs. Viðmiðum og vísbendingum um gæðastarf í Nýsköpunarskólum er ætlað að draga upp skýra mynd af því hvað þarf að vera til staðar í starfsemi skólans til að skólinn geti kennt sig við nýsköpun. Viðmið og vísbendingar um nám og kennslu verða eðli málsins samkvæmt viðamesti flokkurinn enda kjarninn í starfsemi hvers skóla.

Megnið af þeim viðmiðum og vísbendingum sem koma fram í þessum þremur flokkum, þ.e. námi og kennslu, stjórnun og faglegri forystu og innra mati, byggja á viðmiðum um gæðastarf í grunnskólum. Til viðbótar við matsflokka Menntamálastofnunnar koma Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt en skilyrði fyrir nafnbótinni Nýsköpunarskóli er að þau viðmið séu nýtt til að rýna í gæði verkefna sem lögð eru fyrir nemendur.

• Gott innra mat er kerfisbundið og er framkvæmt með reglubundnum hætti. Góð leið til þess að kerfisbinda innra mat er að matshópurinn vinni eftir ítarlegri starfsáætlun eða fundaáætlun.

• Gott innra mat er markmiðsbundið. Í skólastefnu Nýsköpunarskóla kemur skýrt fram hver markmið skólans séu. Með innra mati er metið hvernig gengur að ná settum markmiðum.

• Gott innra mat er samstarfsmiðað. Góð leið til þess er að binda ákvæði um innra mat kyrfilega inn í áætlanir um kennara- og starfsmannafundi.

• Gott innra mat og úrvinnsla þess kemur reglulega til umfjöllunar hjá skólaráði og teymið sem hefur með höndum innra mat fundar reglulega á vinnufundum samkvæmt starfsáætlun.

• Gott innra mat er samofið öllu skólastarfi. Góð leið til að tryggja þetta er að afla gagna á mjög fjölbreyttan hátt, með spurningalistum, úr vinnu með rýnihópum, með gögnum um mat í kennslustundum, með mati á kennsluáætlunum o.fl.

• Gott innra mat byggir á traustum gögnum. Góð leið er að nýta gögn sem varpa ljósi á
viðfangsefnin og auðvelda mat á stöðu hinna ýmsu þátta skólastarfsins út frá viðmiðum og vísbendingum hvers þáttar. Mikilvægt tæki til að beita við innra mat eru matslistar þar sem hvert viðmið er metið og matið rökstutt.

• Gott innra mat er greinandi og umbótamiðað. Greina þarf niðurstöður út frá viðmiðum um gæðastarf. Stundum þarf að draga úr ítarlegum viðmiðum t.d. um líðan starfsfólks. Vísbending um að starfsfólk sé ánægt gæti verið að 95% starfsfólks sé alltaf ánægt eða mjög ánægt.

• Gott innra mat er opinbert. Góð leið er að vinna jafnt og þétt að skráningu og skýrslugerð um innra mat sem birt er á vori hverju. Skýrslan er þá vitnisburður um það sem gert var skv. starfsáætlun. Þar kæmi fram hvaða þættir teldust sterkir og hvaða þættir kalli á umbætur.

Fulltúrar matsteymis skólaárið 2021-2022

Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri
Helga Gísladóttir, sérkennari
María Ósk Óskarsdóttir, kennari

Starfsvið / viðmið

Innra matsteymið sér um skipulag matsins og ber ábyrgð á framkvæmd þess, allt frá skipulagningu til eftirfylgni við umbætur, í samráði við skólastjóra.

  • Matsteymið virkjar aðra með sér í matinu.
  • Matsteymið heldur reglulega fundi og hefur starfsáætlun hvers árs til viðmiðunar.
  • Matseymið byggir starf sitt á áreiðanlegum gögnum sem aflað er í daglegu starfi um nám, kennslu og velferð nemenda og starfsfólks.
  • Matið nær til allra þátta starfsins.

Greina þarf niðurstöðu í styrkleika og þætti sem þarfnast umbóta. Þá er gerð umbótaáætlun, henni komið í framkvæmd og metið hvernig til hefur tekist. Niðurstöður þarf að birta opinberlega, t.d. á heimasíðu skólans. Þær mega þó ekki vera persónugreinanlegar.

Matsferli

1. Skipulagning matsins
2. Gagnöflun samkvæmt áætlunum.
3. Greining gagna, mat lagt á niðurstöður.
4. Niðurstöður teknar saman í stutta greinargerð.
5. Umbótaáætlun gerð og framkvæmd, umbótum fylgt eftir og þær metnar.

Áætlun, gæðaviðmið, framkvæmd og innra mats skýrslur

Langtíma og ársáætlun fyrir innramat 2021-2026 

Innra mats skýrsla Patreksskóli fyrir 2018-2020 – júní 2020

Stjórnun og fagleg forysta; Gæðaviðmið Patreksskóla 

Nám og kennsla; Gæðaviðmið Patreksskóla 

Innra mat; Gæðaviðmið Patreksskóla 

Ytra mat

Ytra mat felst m.a. í úttektum á skólastarfi í heild eða einstökum þáttum þess, stofnanaúttektum, úttektum á námsgreinum og námsþáttum og eftirliti með innra mati skóla. Menntamálastofnun gerði ytra mat á skólastarfi í Patreksskóla í nóvember 2017. Skýrsluna má sjá hér. 

Í kjölfar ytra mats úttektar Menntamálastofnunnar varð til umbótaáætlun sem starfsfólk Patreksskóla vann eftir til vorsins 2019. Í júní 2019 skilaði skólastjóri Patreksskóla mat á umbótaáætlun til Menntamálastofnunnar en innra matsteymi skólans lagði mat á stöðu umbótanna. Sjá hér. Umbótaþættirnir eru 23 og metur innramats teymið að 15 séu nú skær grænir (flestir eða allir þættir sterkir), 8 ljós grænir (meiri styrkleikar en veikleikar). Við lok ársins 2021 er stefnt á að 90% allra matsþáttana sem voru teknir fyrir verði skær grænir (flestir eða allir þættir sterkir) að mati innramats teymis skólans (metið út frá gæðaviðmiðum skólans).

Umbótum er lokið og reglubundið innra mat útfrá gæðaviðmiðum skólans tryggir stöðgar umbætur héðan í frá. Maí 2022.

___________________________________

Eldra:

Foreldrakönnun Bíldudalsskóla nóvember 2014

Foreldrakönnun Patreksskóla nóvember 2014