Sérkennsla

Sérkennsla í GV

 Sérkennslan er eitt af þeim ráðum sem skólinn hefur til að mæta þörfum þeirra nemenda sem víkja frá því sem algengast er í þroska, getu eða hegðun. Nemandi gæti þurft slíka kennslu til langs eða skamms tíma. Sumir þurfa aðeins fáeina tíma, aðrir einhverja tíma á viku í eitt eða fleiri ár og fáeinir þurfa sérkennslu með einstaklingsnámskrá alla sína skólagöngu.  Sérkennsla getur farið fram á ýmsan máta; í einkatímum, í hópi fáeinna nemenda, inni í bekk og jafnvel blanda af þessu öllu. Stefna skólans er að nemendur fá kennslu við sitt hæfi og fylgi sínum bekk eins og kostur er og tilheyri hópi sinna jafnaldra.

 Sérkennarinn í Patreksskóla Helga Gísladóttir hefur yfirumsjón með sérkennslu og greiningum í GV. Hún er jafnframt fagstjóri í sérkennslu. Hluti sérkennslunnar fer fram í Lesveri Patreksskóla ,hjá nemendum með sértæka námsörðugleika, og/eða kennarar og stuðningsfulltrúar sjá um sérkennslu og stuðning inn í bekk. Sálfræðingur og talmeinafræðingur/sérkennsluráðgjafi koma reglulega í skólann með greiningar og viðtöl og auk þess er haft samband við þá eða þeir koma þegar þurfa þykir. Sérkennari og umsjónarkennari meta hvort og hvernig stuðningsúrræði nemandi þarf. Sérkennari skipuleggur síðan sérkennsluna. Þegar það á við eru einstaklingsnámskrár gerðar í í samráði við kennara og foreldra. Í Patreksskóla er í boði sérkennsla í sundi fyrir þá nemendur sem íþróttakennarinn telur þess þurfa. Námsráðgjafi verður starfandi við skólann í vetur.

Ef foreldrar hafa spurningar varðandi sérkennslu eða sérfræðiþjónustu geta þeir haft samband við umsjónarkennara og/eða sérkennara.