Nemendaráð

Nemendafélag

Samkvæmt 10. gr. laga um grunnskóla nr. 91 frá 2008 skal starfa nemendafélag í grunnskólum:

 Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
 Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr. 

Nemendafélag er starfandi við skólann. Í stjórn þess sitja kjörnir fulltrúar úr 8.-10. bekk í skólans. Formaður er að jafnaði úr 10. bekk. Tveir fulltrúar úr stjórn nemendafélagsins sitja í skólaráði. Hlutverk nemendafélagsins er að stuðla að góðu félagsstarfi, huga að hagsmunamálum og samheldni meðal allra nemenda.

Samþykktum og tillögum félagsins getur nemendafélagið komið á framfæri við skólastjóra, bæði með formlegum hætti gegnum kjörna fulltrúa nemenda í skólaráð, sem og bréflega. Þá getur félagið eða fulltrúar þess ávallt óskað eftir fundi með stjórnendum skólans.

Það er einnig hlutverk félagsins að kynna þau málefni sem félagið fjallar um fyrir öllum nemendum skólans.

Sú hefð hefur skapast síðustu ár að einn eða fleiri nemendur eða bekkir skrifað skólastjóra um þau mál er þeim liggur á hjarta og síðan er ákveðinn fundur með viðkomandi. Niðurstaðan er síðan kynnt fyrir þeim er tengjast málinu.

  • Lög nemendafélags
  • Starfsáætlun nemendafélagsÁ yfirstandandi skólaári verða lög nemendafélagsins og starfsáætlun endurskoðuð í samvinnu við nemendur. Áhersla verður lögð á lýðræðislega aðkomu nemenda og það fest í sessi. Þegar verkefninu er lokið verður starfsáætlun og lög nemendafélagsins birt á vefsíðu skólans.

október 2018