Skólasetning Patreksskóla verður föstudaginn 21. ágúst kl. 10:00. Nánara fyrirkomulag verður sent út þegar nær dregur með tilliti til gildandi takmarkana í samkomubanni. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst.
Ágætu foreldrar Nú er mjög slæm veðurspá seinni partinn í dag og í fyrramálið og er skólinn í viðbragðsstöðu vegna þess. Minnt er á að það er alltaf á ábyrgð foreldra að meta hvort senda eigi börnin í skólann ef veðurútlit er slæmt. Allar tilkynningar verða settar inn á heimasíðu skólans www.patreksskoli.is og heimasíðu Vesturbyggðar meira…
Í liðinni viku hefur dansinn dunað í GV og í morgun endaði svo danskennslan með sýningu í Bröttuhlíð, hvar allir árgangar sýndu listir sínar og foreldrar og starfsfólk fylgdist með af áhuga. Frábærri viku í dansinum lokið og allir hlakka til næstu lotu á þeim vettvangi.
1. bekkur og 10. bekkur sáu að þessi sinni um að skemmta á sal. Tónlist og söngur voru aðalþemað þennan föstudag, ásamt leikrænni tjáningu. 1. bekkur söng og dansaði og 10. bekkur fór með alla í stutt söng- og leikferðalag gegnum ævina, með ljóð Steins Steinarrs ,,Ég var lítið barn“ sem kjarna.
Allt skólahald fellur niður í grunnskólum Vesturbyggðar á morgun, fimmtudaginn 26. febrúar, í Birkimels- Bíldudals- og Patreksskóla.
Nemendur í 3. og 4. bekk í Patreksskóla eru að vinna með límþrykk í myndmennt. Þau eru að gera myndirnar við textabrot úr ljóðinu Krummi svaf í klettagjá.
Nemendur í 1. -2. -3. og 4.bekk fengu að velja sér stöðvar í dag. Hægt var að velja um spil – skák, föndur – teikningu og legókubba – kaplakubba. Eins og sjá má þá nutu sín allir við leik og störf.
Þorrablót Patreksskóla var haldið í morgun á sal skólans og tókst með ágætum. Forráðamenn fjölmenntu og nemendur léku á alls oddi, sýndu leikrit, lásu upp og sýndu verkefni sem unnin hafa verið af þessu tilefni. Konur úr þjóðbúningafélaginu mættu og Eddi Björns lék á nikkuna. Gamlir íslenskir gripir voru til sýnis, s.s. gamlar kennslubækur, heklunálar, meira…
Skákkennslan heldur áfram í Patreksskóla. Henrik Danielsen kennir öllum árgöngum einu sinni í viku. Hér eru nemendur í 1. og 2. bekk tefla á skákæfingu og Goncalo í 8. bekk að tefla fjöltefli við aðra skáknemendur í skákvali í unglingadeild.
Nemendur í 9. og 10. bekk í myndmenntarvali teikna skó eftir uppstillingu. Þau fá 10 mínútur á hverja mynd og skipta svo um sjónarhorn. Að lokum velja þau bestu myndina sína og fullvinna hana.