www.patreksskoli.is og heimasíðu Vesturbyggðar á facebook.
Úr öryggishandbók skólans: Röskun á skólastarfi vegna veðurs Reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi eru viðvaranir gefnar út til almennings gerist þess þörf. Um er að ræða tvö viðbúnaðarstig vegna óveðurs:
Viðbúnaðarstig 1: Röskun á skólastarfi
Röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla – Foreldrar fylgi börnum sínum í skólann. Skólar eru opnir og taka við nemendum.
Meti foreldrar/forráðamenn það svo að best sé að halda börnum heima vegna veðurs eða færðar skulu þeir tilkynna skólanum um forföll barnsins og er það þá skráð sem leyfi.
Geisi óveður við lok skóladags er metið hvort óhætt er að senda börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki þau í skólann. Þá er mikilvægt að starfsfólk fylgist með því að nemendur yfirgefi ekki skólann nema í fylgd forráðamanna eða í samráði við þá. Verði verulegir erfiðleikar að koma nemendum og starfsfólki heim má leita aðstoðar hjá björgunarveitum/112 og láta jafnframt foreldra vita.
Viðbúnaðarstig 2: Skólahald fellur niður
Skólastjórnendur og annað starfsfólk fylgist vel með tilkynningum og bregðast við þeim (í samráði við bæjaryfirvöld og/eða lögreglu ) með því að láta viðkomandi vita t.d. senda tilkynningu í útvarpið og setja tilkynningu inn á heimasíðu skólans og heimasíðu Vesturbyggðar á Facebook.
">Ágætu foreldrar Nú er mjög slæm veðurspá seinni partinn í dag og í fyrramálið og er skólinn í viðbragðsstöðu vegna þess. Minnt er á að það er alltaf á ábyrgð foreldra að meta hvort senda eigi börnin í skólann ef veðurútlit er slæmt. Allar tilkynningar verða settar inn á heimasíðu skólans www.patreksskoli.is og heimasíðu Vesturbyggðar meira…
Í liðinni viku hefur dansinn dunað í GV og í morgun endaði svo danskennslan með sýningu í Bröttuhlíð, hvar allir árgangar sýndu listir sínar og foreldrar og starfsfólk fylgdist með af áhuga. Frábærri viku í dansinum lokið og allir hlakka til næstu lotu á þeim vettvangi.
1. bekkur og 10. bekkur sáu að þessi sinni um að skemmta á sal. Tónlist og söngur voru aðalþemað þennan föstudag, ásamt leikrænni tjáningu. 1. bekkur söng og dansaði og 10. bekkur fór með alla í stutt söng- og leikferðalag gegnum ævina, með ljóð Steins Steinarrs ,,Ég var lítið barn“ sem kjarna.
Allt skólahald fellur niður í grunnskólum Vesturbyggðar á morgun, fimmtudaginn 26. febrúar, í Birkimels- Bíldudals- og Patreksskóla.
Á morgun 19.desember verða Litlujólin haldin hátíðleg í Bíldudals- og Patreksskóla. Nemendur mæta með pakka, könnu og sætt nesti kl 10.00 og áætluð lok eru kl 12.00. Þá fara allir glaðir heim í jólafrí. Við byrjum aftur mánudaginn 5.janúar 2015 samkvæmt stundaskrá. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Hittumst heil á meira…
Nemendur 10. bekkjar í Patreksskóla hafa undanfarið unnið í eðlisfræði að átaksverkefninu ,,Rafhlöðukyndillinn¨ með það að markmiði að fá alla bæjarbúa, einstaklinga og fyrirtæki til að skila notuðum rafhlöðum og rafhlöðuhnöppum í endurvinnslu til verndar náttúrunni, en rafhlöður innihalda hættulegar sýrur og þungamálma. Krakkarnir eru búnir að halda kynningu í öllum bekkjum Patreksskóla, heimsækja Ásthildi meira…
Reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi eru viðvaranir gefnar út til almennings gerist þess þörf. Um er að ræða tvö viðbúnaðarstig vegna óveðurs: Viðbúnaðarstig 1: Röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólsk og nemenda við að komast til skóla – Foreldrar fylgi börnum sínum meira…
Mikið af frostrósum hefur fallið af himni síðustu sólarhringana á Vestfjörðum og kunna börnin því firnavel og láta sig ekki vanta í alls kyns skemmtilegheit í frímínútunum. Kafaldsbylur var í gærkvöldi og nótt og slæmu veðri er spáð næsta sólarhringinn. Víða eru skaflar sem hægt er að grafa sig inn í og það gerðu einmitt dömurnar á meira…
Hin árlega eldvarnarvika hefur verið í GV þessa vikuna enda líður snart að jólum, en þá er bæði kerta – og seríunotkun í hámarki og hætta á íkveikju því töluvert meiri en vanalega. Ætlunin var að allir nemendur GV heimsæktu slökkvistöðina í þessari viku, en þar sem það tókst ekki mun næsta vika einnig verða meira…
Kennari 7. og 8. bekkjar Patreksskóla, Hróðný Kristjánsdóttir, heldur nú í fæðingarorlof og kenndi í dag sinn síðasta kennsludag í bili . Nemendur bekkjanna mættu af þessu tilefni með bakkelsi og fallega gjöf og færðu kennaranum sínum. Indæl kveðjustund