Mánudaginn 15. janúar 2007 er starfsdagur kennara. Þá mæta nemendur ekki í skóla. Starfsdagar á starfstíma skóla eru 5 á hverjum vetri og eru á skóladagatali.
Nýr umsjónarkennari hefur tekið til starfa í Bíldudalsskóla. Arnar Þór Arnarson leysir Signýju Sverrisdóttur af í fæðingarorlofi og verður með umsjón í 8.-10. bekk. Arnar mun einnig taka við íþróttakennslu í Bíldudalsskóla. Við bjóðum hann velkominn til starfa í Grunnskóla Vesturbyggðar.
Litlu jólin verða haldin hátíðleg í GV miðvikudaginn 20. desember kl 9.00-11.30. ( sjá einnig blöð sem send voru heim )Nemendur mæta með jólapakka ( ca 400 kr) og sætt nesti. Kennsla hefst á ný samkvæmt stundaskrá 4. janúar 2007
Samræmd próf verða hjá nemendum í 4. og 7. bekk 19. og 20. október. Fimmtudaginn 19. október verður prófað í íslensku og í stærðfræði þann 20. október. Öll prófin hefjast kl 9.30 og lýkur um kl 12.00. Nemendur mæta einungis í próf þessa daga. Foreldrar geta kynnt sér eldri próf á vefsvæði Námsmatsstofnunar www.namsmat.is Einkunnir meira…
Nemendur í 7.bekk í GV lögðu af stað í dvöl í skólabúðunum að Reykjum ásamt kennaranum sínum nú í morgun. Þetta er vikudvöl og koma þau aftur heim á föstudaginn. Vonandi verður þetta góð og skemmtileg ferð hjá þeim með fullt af ævintýrum og spennandi verkefnum.