Í morgun kom fulltrúi frá Slysavarnardeildinni Gyðu og gaf nemendum endurskinsmerki og bókamerki. Einnig kom fulltrúi frá Arnarlax og gaf nemendum endurskinsvesti. Frábært framtak! Viljum við koma á framfæri þakklæti til Arnarlax og Slysavarnardeildarinnar Gyðu. Hvetjum við börnin til að nota endurskinsvestin og merkin nú þegar mesta skammdegið er skollið á.
Smiðjuhátíð var hjá okkur í Bíldudalsskóla 12. nóvember, þegar foreldrum var boðið að koma og sjá afrakstur himingeimasmiðjunnar. Mjög fjölmennt var á hátíðinni og viljum við þakka ykkur foreldrum kærlega fyrir komuna. Allur skólinn ásamt skólahópi leikskólans unnu að þessari smiðju. Kennarar og nemendur eru mjög stoltir af þessu verkefni sem var afar skemmtilegt að meira…
Það sem af er vetri hefur Bíldudalsskóli og leikskólinn Tjarnarbrekka verið í samstarfi sem kallast Brúum bilið. Þetta verkefni felur í sér áætlun um sameiginlegar áherslur beggja skólastiga samkvæmt aðalnámskrá. Eitt verkefnið í þessu samstarfi er að nemendur yngstastigs grunnskólans heimsæki leikskólann. Nemendur 1.-4. bekkjar fóru síðast liðinn fimmtudag í heimsókn, tóku þátt í stöðva meira…
Við fengum skemmtilega heimsókn í vikunni frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Jón Pétur kenndi nemendum fjölbreytta dansa af sinni alkunnu snilld og skemmtu nemendur sér vel. Hlökkum við til að sjá hann aftur í mars.
Í dag var farið í skógarferð í skógræktina. Við tókum með okkur nesti og unnum skemmtilegt verkefni sem tengdist því að skrá niður hvað nemendur þekktu, sáu, fundu og skynjuðu. Við vorum öll sammála um að koma aftur og nýta okkur þessa stórkostlegu náttúru sem við eigum. Þetta var góð ferð og viljum við þakka meira…
Undanfarnar vikur hafa nemendur í Bíldudalsskóla unnið smiðjuverkefni um himingeiminn. Verkefnin eru afar fjölbreytt, allt frá því að búa til jörð með veggfóðurslími og blöðrum í að smíða stjörnumerki. Yngsta stigið hefur unnið smiðjurnar í samvinnu með leikskólanum Tjarnarbrekka á Bíldudal en elstu börnin þar koma einu sinni í viku og taka þátt í smiðjunum. meira…
Í þessari viku dvelja nemendur í 7. bekk Grunnskóla Vesturbyggðar í Skólabúðunum Reykjaskóla í Hrútafirði. Skólar frá Vestfjörðum voru fyrstu skólarnir á þessu skólaári.
Í liðinni viku hefur dansinn dunað í GV og í morgun endaði svo danskennslan með sýningu í Bröttuhlíð, hvar allir árgangar sýndu listir sínar og foreldrar og starfsfólk fylgdist með af áhuga. Frábærri viku í dansinum lokið og allir hlakka til næstu lotu á þeim vettvangi.
1. bekkur og 10. bekkur sáu að þessi sinni um að skemmta á sal. Tónlist og söngur voru aðalþemað þennan föstudag, ásamt leikrænni tjáningu. 1. bekkur söng og dansaði og 10. bekkur fór með alla í stutt söng- og leikferðalag gegnum ævina, með ljóð Steins Steinarrs ,,Ég var lítið barn“ sem kjarna.
Allt skólahald fellur niður í grunnskólum Vesturbyggðar á morgun, fimmtudaginn 26. febrúar, í Birkimels- Bíldudals- og Patreksskóla.