Að lokum settust allir að snæðingi, hvar smáræði af hefðbundnum þorramat var á boðstólnum auk hangikjöts og saltkjöts.
">
Þorrablót Patreksskóla var haldið í morgun á sal skólans og tókst með ágætum. Forráðamenn fjölmenntu og nemendur léku á alls oddi, sýndu leikrit, lásu upp og sýndu verkefni sem unnin hafa verið af þessu tilefni. Konur úr þjóðbúningafélaginu mættu og Eddi Björns lék á nikkuna. Gamlir íslenskir gripir voru til sýnis, s.s. gamlar kennslubækur, heklunálar, meira…
Skákkennslan heldur áfram í Patreksskóla. Henrik Danielsen kennir öllum árgöngum einu sinni í viku. Hér eru nemendur í 1. og 2. bekk tefla á skákæfingu og Goncalo í 8. bekk að tefla fjöltefli við aðra skáknemendur í skákvali í unglingadeild.
Mikið fjör var á Litlu – jólunum í Patreksskóla, enda mættu sveinar tveir, þeir Þvörusleikir og Pottaskefill, ásamt móður sinni Grýlu, en hún var reyndar úrill í fyrstu enda hafði hún leitað lengi að þeim bræðrum. Fengu þeir að vita af henni er hún náði í þá, en svo dönsuðu allir kringum jólatréð og sungu jólalögin hástöfum meira…
Kennari 7. og 8. bekkjar Patreksskóla, Hróðný Kristjánsdóttir, heldur nú í fæðingarorlof og kenndi í dag sinn síðasta kennsludag í bili . Nemendur bekkjanna mættu af þessu tilefni með bakkelsi og fallega gjöf og færðu kennaranum sínum. Indæl kveðjustund
Smiðjulok hjá miðstigi voru haldin í matsal Patreksskóla í morgun. Foreldrum var boðið að sjá afrakstur vinnu nemenda í fyrstu smiðju haustins. Nemendur unnu með íslenskt kaffimeðlæti eins og það var á borðum íslendinga á árum áður. Ásamt því að kynnast ýmsum fróðleik um sögu matarins, sem sett var í uppskriftabók ásamt uppskriftum, þá voru kræsingarnar meira…
Í dag fimmtudaginn 17. október var haldinn íþróttadagur 8. -10. bekkja Grunnskóla Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Þetta er árlegur viðburður, hvar nemendur GV og Tálknafjrðarskóla hittast og spreyta sig á ýmsu sem tengist íþróttum, leikjum og hreyfingu. Að vanda tókst þetta vel og nutu nemendur sín í hvívetna.
Innkaupalisti fyrir unglingadeild Nauðsynleg gögn við upphaf skólaársins 2013 – 2014: Pennaveski með blýöntum, pennum, strokleðri, yddara og reglustiku og yfirstrikunarpenna. Trélitir, límstifti, lítil skæri. Harðspjaldamappa með milliblöðum. 2 tímaritabox undir verkefni o.fl. Línustrikuð blöð eða línustrikaðar gormabækur A4. Plastumslög og gatapokar A4. 3 glósubækur (danska, enska, íslenska). Almennur íþróttafatnaður (úti og meira…
Kæru foreldrar/forráðamenn. Þessi vika er búin að vera svolítið skrítin þar sem einungis nemendur í 1. -6. bekk eru búin að vera í skólanum. Ástæðan er sú að nemendur í 8. og 9. bekk eru í skólaheimsókn út í Noregi í tengslum við samvinnuverkefni þeirra með nemendum í norskum skóla og 10. bekkur eru í meira…
Kæru foreldrar/forráðamenn. Þá er þessari stuttu viku lokið og er þetta jafnframt næst síðasta hefðbundna skólavikan. Á mánudaginn var frí vegna hvítasunnu og þriðjudaginn var einnig frí vegna skipulagsdags kennara. Á fimmtudaginn komu til okkar Sendiherrar fatlaðs fólks. En þeir voru að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þeir héldu fyrirlestur og meira…
Kæru foreldrar/forráðamenn. Þessi vika hefur verið mjög skemmtileg. Á miðvikudaginn var Grænfánahátíð í Grunnskóla Vesturbyggðar þar sem allar deildir skólans fengu Grænfánann afhentan. Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Ásdísi grænfánann hér í Bíldudalskóla í frábæru veðri og það kom í hlut 10. bekkjar að flagga honum. Eftir það sungu nemendur tvö lög sem þeir voru meira…