klaraberglind@patreksskoli.is eða í viðtalstíma á miðvikudögum frá 13:15 – 13:55.
Græn ábending: Á laugardögum kl.10.00-12.00 kemur gámabíllinn til okkar niður að endurvinnslukránni og tekur allt rusl sem ekki kemst í krána.
Bestu kveðjur
Klara Berglind.
">Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn. Skólastarfið gengur sinn vanagang og enn ein vikan liðin. Við í miðdeildinni erum að læra um víkingaöld í samfélagsfræði og um ferðir Leifs heppna í náttúrufræði. Gaman er að sjá hvað nemendur eru áhugasamir um efnið. Við lásum meðal annars um fornleifar sem fundist hafa víða á Norðurlöndum meira…
Innkaupalisti fyrir 5. – 7. bekk. Þetta er það sem þarf en svo getur verið að nemendur eigi eitthvað af þessu til. Pennaveski með blýöntum, pennum, strokleðri, yddara, reglustiku og yfirstrikunarpenna. Trélitir, límstifti og lítil skæri. Harðspjaldamappa með milliblöðum. Tvö box undir verkefni o.fl. Línustrikuð blöð eða línustrikaðar gormabækur A4. Plastumslög og gatapokar meira…
Kæru foreldrar/forráðamenn. Þessi vika er búin að vera svolítið skrítin þar sem einungis nemendur í 1. -6. bekk eru búin að vera í skólanum. Ástæðan er sú að nemendur í 8. og 9. bekk eru í skólaheimsókn út í Noregi í tengslum við samvinnuverkefni þeirra með nemendum í norskum skóla og 10. bekkur eru í meira…
Kæru foreldrar/forráðamenn. Þá er þessari stuttu viku lokið og er þetta jafnframt næst síðasta hefðbundna skólavikan. Á mánudaginn var frí vegna hvítasunnu og þriðjudaginn var einnig frí vegna skipulagsdags kennara. Á fimmtudaginn komu til okkar Sendiherrar fatlaðs fólks. En þeir voru að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þeir héldu fyrirlestur og meira…
Kæru foreldrar/forráðamenn. Þessi vika hefur verið mjög skemmtileg. Á miðvikudaginn var Grænfánahátíð í Grunnskóla Vesturbyggðar þar sem allar deildir skólans fengu Grænfánann afhentan. Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Ásdísi grænfánann hér í Bíldudalskóla í frábæru veðri og það kom í hlut 10. bekkjar að flagga honum. Eftir það sungu nemendur tvö lög sem þeir voru meira…
Kæru foreldrar/forráðamenn. Vikan hefur gengið ljómandi vel að vanda. Á miðvikudaginn var frí í skólanum vegna Verkalýðsdagsins, 1. maí. Í næstu viku verður ýmislegt um að vera. Skólahjúkrunarfræðingur verður á svæðinu með fræðslu fyrir öll stig. Ekki er enn komin dagsetning fyrir komu hennar en kemur í ljós eftir helgi. Þann 8. maí verður Grænfánahátíð meira…
Kæru foreldrar. Nemendur eru duglegir að vinna við áætlanir sínar og flestir eru byrjaðir á áhugasviðsverkefnum sem er mjög skemmtileg vinna. Hver og einn vinnur verkefni eftir sínu áhugasviði og kynnir verkefnið á sinn hátt. Miðvikudaginn 17. apríl var haldið íþróttamót fyrir 5.-7. bekk í Bröttuhlíð á Patreksfirði. Nemendur skemmtu sér og púluðu í hinum meira…
Kæru foreldrar! Í þessari viku var Stóra upplestrarkeppnin haldin á Tálknafirði og tók Grunnskóli Vesturbyggðar öll verðlaunin að þessu sinni. Óskum við sigurvegurum til hamingju með það. Í dag er fyrirlestur fyrir nemendur í 5.-10. bekk í GV. Fyrirlesturinn er haldinn í Patreksskóla þar sem rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson flytur erindi um forvarnir. Í dag byrjuðu meira…
Heil og sæl! Þá er fyrstu viku eftir páskafrí lokið og hefur hún gengið vel að vanda. Í gær hlustaði allur skólinn á barnasögu á Rás 1 sem heitir „Stóri bróðir“, eftir Friðrik Erlingsson. En sagan var lesin í tilefni af Alþjóðlegum degi barnabókarinnar sem var 2. apríl síðastliðinn. Haldinn var grænfánafundur á miðvikudaginn þar meira…
Kæru foreldrar! Í þessari viku hefur allt verið á fullu í árshátíðarundirbúningi. Nemendur eru nánast búnir að læra sínar rullur og leikmyndin að verða tilbúin. Allir mjög duglegir að hjálpast að. Við viljum minna á að nemendur eiga að koma með búninga á mánudaginn því þá förum við á sviðið í Baldurshaga í alvöru æfingar! meira…