Að lokum settust allir að snæðingi, hvar smáræði af hefðbundnum þorramat var á boðstólnum auk hangikjöts og saltkjöts.
">
Þorrablót Patreksskóla var haldið í morgun á sal skólans og tókst með ágætum. Forráðamenn fjölmenntu og nemendur léku á alls oddi, sýndu leikrit, lásu upp og sýndu verkefni sem unnin hafa verið af þessu tilefni. Konur úr þjóðbúningafélaginu mættu og Eddi Björns lék á nikkuna. Gamlir íslenskir gripir voru til sýnis, s.s. gamlar kennslubækur, heklunálar, meira…
Mikið fjör var á Litlu – jólunum í Patreksskóla, enda mættu sveinar tveir, þeir Þvörusleikir og Pottaskefill, ásamt móður sinni Grýlu, en hún var reyndar úrill í fyrstu enda hafði hún leitað lengi að þeim bræðrum. Fengu þeir að vita af henni er hún náði í þá, en svo dönsuðu allir kringum jólatréð og sungu jólalögin hástöfum meira…
Smiðjulok hjá miðstigi voru haldin í matsal Patreksskóla í morgun. Foreldrum var boðið að sjá afrakstur vinnu nemenda í fyrstu smiðju haustins. Nemendur unnu með íslenskt kaffimeðlæti eins og það var á borðum íslendinga á árum áður. Ásamt því að kynnast ýmsum fróðleik um sögu matarins, sem sett var í uppskriftabók ásamt uppskriftum, þá voru kræsingarnar meira…
Miðstig Patreksskóla fagnaði smiðjulokum í dag þar sem foreldrum var boðið að koma og skoða verk nemenda í smiðju um landnám í himingeimnum. Það var mjög vel mætt og nemendur kynntu verkefni sín ásamt því að bjóða upp á geimdjús og geimsnittur sem þau höfðu útbúið sjálf.
Smiðjuvinna hefur verið í gangi í haust og vetur á miðstiginu í Patreksskóla. Við lok smiðuvinnu þar sem nemendur stofnuðu sín eigin kaffihús var auðvitað foreldrum boðið á opnunarhátíð kaffihúsanna. Mikil aðsókn var á kaffihúsin hjá krökkunum og mikið fjör og góð þjónusta að sjálfsögðu.
Heil og sæl kæru foreldrar. Þá er nóvember genginn í garð og skólastarfið gengur sinn vanagang. Miðdeildin hefur verið að læra litafræði í myndmennt og hafa verið einstaklega dugleg og samviskusöm við vinnuna. Þau eru mjög dugleg að vinna heimavinnuna sína og fá þau hrós fyrir það og einnig þið foreldrar fyrir að sinna því meira…
Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn. Mig langar að byrja á því að þakka ykkur foreldrum kærlega fyrir komuna á uppskeruhátíð okkar í gær á pizzusmiðjunum. Glæsilegt að sjá hvað margir sáu sér fært að mæta og eiga góða stund með nemendum og kennurum í skólanum okkar. Nú í morgun var smiðjuhlé og þá meira…
Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn. Vikan hefur gengið vel hér í Bíldudalsskóla. Miðdeildin kláraði vinnu sína við víkingaskipið og fylgja myndir af því með í póstinum í dag. Í október ætlum við að vera með lestrarátak. Þá eru nemendur hvattir til að lesa bækur, blöð og annað efni sem þeim finnst skemmtilegt (Yndislestur). Við viljum meira…
Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn. Þá er september mánuður liðinn og október tekur við í allri sinni haustlitadýrð. Tíminn líður hratt, nemendur vinna að kappi og sinna kerfjandi og skemmtilegum verkefnum. Við á miðstiginu erum að gera víkingaskip í fullri stærð (eða næstum því) í samfélagsfræði, þar sem drekahöfuð er í stefni skipsins meira…
Heil og sæl kæru foreldrar. Skólavikan hefur gengið vel hjá okkur í Bíldudalsskóla. Í vikunni unnu nemendur í miðdeild og á yngsta stigi að myndverkum í myndmenntinni sem ber yfirskriftina Bíldudalur þegar ég verð stór. Myndverkin verða til sýnis í Baldurshaga um helgina þar sem haldið verður íbúaþing. Gaman er að sjá sýn þeirra á meira…