Nemendur í 1. -2. -3. og 4.bekk fengu að velja sér stöðvar í dag. Hægt var að velja um spil – skák, föndur – teikningu og legókubba – kaplakubba. Eins og sjá má þá nutu sín allir við leik og störf.
Þorrablót Patreksskóla var haldið í morgun á sal skólans og tókst með ágætum. Forráðamenn fjölmenntu og nemendur léku á alls oddi, sýndu leikrit, lásu upp og sýndu verkefni sem unnin hafa verið af þessu tilefni. Konur úr þjóðbúningafélaginu mættu og Eddi Björns lék á nikkuna. Gamlir íslenskir gripir voru til sýnis, s.s. gamlar kennslubækur, heklunálar, meira…
Skákkennslan heldur áfram í Patreksskóla. Henrik Danielsen kennir öllum árgöngum einu sinni í viku. Hér eru nemendur í 1. og 2. bekk tefla á skákæfingu og Goncalo í 8. bekk að tefla fjöltefli við aðra skáknemendur í skákvali í unglingadeild.
Mikið fjör var á Litlu – jólunum í Patreksskóla, enda mættu sveinar tveir, þeir Þvörusleikir og Pottaskefill, ásamt móður sinni Grýlu, en hún var reyndar úrill í fyrstu enda hafði hún leitað lengi að þeim bræðrum. Fengu þeir að vita af henni er hún náði í þá, en svo dönsuðu allir kringum jólatréð og sungu jólalögin hástöfum meira…
Yngsta stig Grunnskólans á Patreksfirði og kennararnir fóru í útileiki í góða veðrinu. Allir skemmtu sér konunglega, látum myndirnar tala sínu máli.
Í dag kynntu nemendur í 1. – 4. bekk í Patreksskóla smiðjuvinnu sína sem tengist Uppbyggingarstefnunni. En þau hafa unnið í blönduðum hópum. Hópavinnan fólst í að skoða hlutverkin okkar víðsvegar um skólann og útbúa veggspjald. Að lokinni kynningu fór hver hópur með sitt veggspjald og hengdi upp þar sem við á.
Innkaupalisti Yngsta stig 1.-4. bekkur Skólaárið 2014-15 Það sem þarf að vera til, ath. sumt eiga börnin til heima. Pennaveski: Blýantar,strokleður,dósayddari, reglustika 15 cm Litir: vaxlitir, trélitir og tússlitir Harðspjaldamappa m/2 eða 4 götum 1 teygjumappa A4 til að hafa í töskunni 3 plastmöppur, tveggja gata, þunnar A4 (ekki sama lit) Reikningsbók stórar meira…
Innkaupalisti, 1.- 4. bekkur , skólaárið 2013 – 2014. Þetta er það sem þarf. Athugið að sum eiga kannski eitthvað af þessu frá því á síðasta ári. Pennaveski: Blýantar( þríhyrndir), strokleður, dósayddari,reglustika(15 cm) og stórt límstifti. Litir: Vaxlitir,trélitir og tússlitir. Harðspjaldamappa með tveimur eða fjórum götum, millispjöld ( fimm duga). Ein teygjumappa til að hafa meira…
Heil og sæl. Þessi vika hefur verið annasöm eins og venjulega. Við erum að vinna verkefni um líkamann í Náttúru- og samfélagsfræði en beinagrindin í stofunni okkar fær mikla athygli. Á fimmtudaginn var boðið uppá leiksýningu á vegum Blátt áfram um ofbeldi gagnvart börnum en sýningin heitir Krakkarnir í hverfinu. Á eftirfarandi slóð má finna meira…
Heil og sæl. Þessi vika var nokkuð hefðbundin hjá okkur, einkunnir voru afhentar og foreldraviðtöl eru byrjuð. Komu sérfræðinganna Ásþórs og Elmars frestast fram á fimmtudag 28. febrúar og þann dag verður ekki skóli eftir hádegi. Skóla lýkur þegar börnin hafa borðað hádegismatinn. Þetta kemur til af því að kennarar eru að fara í skólaheimsókn meira…