Skipulag skólaársins

Stundaskrá 2018-2019

Í stundatöflu Patreksskóla eru kennslustundir 40 mínútur. Fyrsta kennslustund hefst kl. 8:10 og síðustu kennslustundum er lokið kl. 15:30. Hádegishlé er 30 mínútur og hefst kl. 12:05 hjá nemendum. Á morgnana eru tvennar frímínútur, kl. 9:30 hefst 20 mínútna hlé og kl. 11:10 hefst 15 mínútna hlé. Eftir hádegi er hlé kl 13:55-14:05. 1.-7. bekkur eru úti í frímínútum en 8.-10. bekkur fær að vera inni. Í frímínútum sinna skólaliðar og stuðningsfulltrúar gæslu. Það eru að jafnaði 7 starfsmenn við gæslu í Patreksskóla.
Stofur eru yfirleitt læstar og kennarar opna þær í upphafi hverrar kennslustundar.

Viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár:

 

Námsgreinar – námssvið 1.-4.

Mín.

5.-7.

Mín.

8-10.

Mín.

1.-4.

Kst.

5.-7.

Kst.

8.-10.

Kst.

Íslenska, íslenska sem annað tungumál og íslenskt táknmál 1120 680 630 28 17 16
Erlend tungumál 80 460 840 2 12 21
List og verkgreinar 900 840 340 22 21 8
Náttúrugreinar 420 340 360 11 9 9
Skólaíþróttir 480 360 360 12 9 9
Samfélagsgreinar 580 600 360 15 15 9
Stærðfræði 800 600 600 20 15 15
Upplýsinga- og tæknimennt 120 160 80 3 4 2
Til ráðstöfunar /val 300 160 870 7 3 21

Starfsáætlun nemenda:

Skipulagsdagar utan starfstíma nemenda 14. – 20. ágúst 2018 og 3. – 5. júní 2019
Skólasetning 21. ágúst 2018 kl. 10:00
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 22. ágúst 2018
Smiðjur 4 – 6 vikna lotur allt skólaárið/föstudagar
Þema 4 tímar á viku (nýjar kennsluaðferðir)
Skólakynning fyrir foreldra Fyrsta vika í sept. 2018
Samræmd könnunarpróf í 9. Bekk 12. – 14. mars 2018
Samræmd könnunarpróf í 4. og 7.bekk 20./21. og 27./28. september 2018
Danskennsla 29. okt. – 2. nóv. 2018
Stöðumat: foreldra- og nemendaviðtöl 19. – 23. nóv.2018 og 11. – 15.mars. 2019
Vetrarleyfi 26.nóv. 2018
Litlu jólin 19. des 2018
Jólaleyfi nemenda 20. des. 2018 til og með 3. jan 2019
Haustönn lýkur 18. jan. 2019
Öskudagsskemmtun 6. mars 2018
Árshátíð 22.mar 2019
Danskennsla 1. – 5. Apríl 2019
Páskaleyfi nemenda 13. – 22. apríl 2019
Nemenda- og foreldradagurinn 17. maí 2017
Skipulagsdagar á starfstíma skóla 7.sept, 5.nóv. 3.jan. 18.mars og 6. maí
Skólaslit 31.maí 2019 kl. 17:00

Starfsáætlunin er sett fram með fyrirvara um breytingar

Val nemenda í 8.–10. bekk

Skipulag : Sérstakir valtímar eru 2 á viku. Nemendur geta valið úr 7 – 8 fögum á hvorri önn.

Samstarf við atvinnulífið – Eitt valfag er ávallt tengt atvinnulífinu, þ.e. Nemendur geta valið sér fyrirtæki til að kynnast.

**** Fast val er smíði og heimilisfræði – enda leggur skólinn áherslu á verkgreinar,  en alltaf er möguleiki á að sækja um önnur valfög – sérstaklega tengd áhugasviði…….. ****