www.lifshlaupid.is
Þátttaka okkar núna er frumraun okkar í þessari keppni og finnst okkur mikilvægt að allir séu upplýstir um verkefnið. Undirbúningur er vel á veg kominn og eru allir mjög jákvæðir og áhugasamir að taka þátt í verkefninu og standa sig fyrir hönd Patreksskóla.
Við í Patreksskóla hvetjum alla til þess að taka þátt. Við villjum biðja ykkur foreldrar/forráðamenn góðir að hvetja börnin ykkar til þátttöku og taka þátt í því að þau nái þeim 60 mínútum í hreyfingu á dag samkvæmt ráðleggingum frá embætti landlæknis um hreyfingu.
">Patreksskóli hefur ákveðið að taka þátt í Lífshlaupinu 2021, heilsu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur að þessu sinn í tvær vikur, eða til 16. febrúar. Landsmenn hafa tekið Lífshlaupinu gríðarlega vel. Megin markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti. Við ætlum að taka þátt í hvatningarleik fyrir grunnskóla þar sem nemendur okkar keppa við aðra skóla um að hreyfa sig í 60 mínútur á dag á meðan átakið stendur yfir. Starfsfólk skólans ætlar einnig að taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins en einnig er hægt að taka þátt í einstaklingskeppni sem stendur yfir allt árið. Lífshlaupið hentar því fyrir alla. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.lifshlaupid.is
Þátttaka okkar núna er frumraun okkar í þessari keppni og finnst okkur mikilvægt að allir séu upplýstir um verkefnið. Undirbúningur er vel á veg kominn og eru allir mjög jákvæðir og áhugasamir að taka þátt í verkefninu og standa sig fyrir hönd Patreksskóla.
Við í Patreksskóla hvetjum alla til þess að taka þátt. Við villjum biðja ykkur foreldrar/forráðamenn góðir að hvetja börnin ykkar til þátttöku og taka þátt í því að þau nái þeim 60 mínútum í hreyfingu á dag samkvæmt ráðleggingum frá embætti landlæknis um hreyfingu.