Í dag fimmtudaginn 17. október var haldinn íþróttadagur 8. -10. bekkja Grunnskóla Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Þetta er árlegur viðburður, hvar nemendur GV og Tálknafjrðarskóla hittast og spreyta sig á ýmsu sem tengist íþróttum, leikjum og hreyfingu. Að vanda tókst þetta vel og nutu nemendur sín í hvívetna.