Heimanámsaðstoð verður í öllum deildum GV í vetur, þ.e. Patreksskóla, Bíldudalsskóla og Birkimelsskóla.
Í Patreksskóla er heimanámsaðstoðin í boði fyrir 5. – 7. bekk á mánudögum og fimmtudögum eftir skóla og í 8. – 10. bekk á þriðjudögum og fimmtudögum eftir skóla.
Á Bíldudal er heimanámsaðstoð e.h. á þriðjudögum hjá 9. og 10. bekk og á Birkimel á miðvikudögum hjá miðdeild og fimmtudögum hjá elstu nemendunum.