Foreldrafélag

Foreldrafélag
Markmið félagins er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Einnig á það að vera samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda. Félagið starfar sjálfstætt en í samvinnu við skólann. Haldnir eru nokkrir sameiginlegir fundir varðar starfsemi félagsins og hvernig skólinn kemur að starfseminni.

Stjórnina skipa 3 fulltrúar foreldra sem valdir eru úr röðum foreldra og skiptir stjórnin með sér verkum. Félagið skipuleggur eftirtalda viðburði: Aðalfund félagsins sem er haldinn að hausti með hefðbundinni aðalfundardagskrá og jólaföndur með nemendum í desember og öðrum viðburðum sem félagið samþykkir.