Fulltrúar Slysavarnadeildarinnar Unnar komu í heimsókn í skólann og ræddu við nemendur um mikilvægi þess að nota endurskinsmerki þar sem byrjað er að vera dimmt úti. Þær bentu nemendum á það að þau sjást miklu betur ef þau eru með endurskinsmerki þegar þau eru á leið í skólann á morgnanna.
Nemendur á yngsta stigi fengu að gjöf íþróttapoka sem er úr endurskinsefni. Nemendur á miðstigi fengu endurskinsmerki. Biðjum við foreldra að gæta að því að börnin þeirra noti endurskinsmerki öryggis þeirra vegna. Gætt var að því að fylgja sóttvarnarreglum á meðan heimsókninni stóð.
Við þökkum slysavarnakonum kærlega fyrir gjöfina sem á eftir að nýtast nemendum vel.