helga@patreksskoli.is  

Nú þegar mesta skammdegið er að skella á er mjög nauðsynlegt að nemendur séu með endurskinsmerki.

Umferðarstofa segir: Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þetta á sérstaklega við þegar um dökkan klæðnað er að ræða en þó má í öllum tilfellum fullyrða að endurskinsmerki séu nauðsynleg. Endurskinsmerkin þarf að staðsetja þannig að þau séu sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur, hvort sem þeir eru gangandi, hlaupandi eða hjólandi, þeim mun meira er öryggi þeirra í umferðinni. Það er staðreynd að ökumenn sjá vegfarendur með endurskinsmerki a.m.k. fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskinsmerka skipt sköpum.

Umhverfisstefna Grunnskóla Vesturbyggðar, 6. grein:  

Drögum úr mengun og eflum lýðheilsu með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta eins og mögulegt er

 

Bestu kveðjur með von um góða helgi

Klara Berglind Hjálmarsdóttir

"> Bekkjarfréttir vikuna 21. – 25. október – Grunnskóli Vesturbyggðar

Bekkjarfréttir vikuna 21. – 25. október - 25. október