klaraberglind@patreksskoli.is eða í viðtalstíma á miðvikudögum frá 13:15 – 13:55.
Græn ábending: Á laugardögum kl.10.00-12.00 kemur gámabíllinn til okkar niður að endurvinnslukránni og tekur allt rusl sem ekki kemst í krána.
Bestu kveðjur
Klara Berglind.
">Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn.
Skólastarfið gengur sinn vanagang og enn ein vikan liðin.
Við í miðdeildinni erum að læra um víkingaöld í samfélagsfræði og um ferðir Leifs heppna í náttúrufræði. Gaman er að sjá hvað nemendur eru áhugasamir um efnið. Við lásum meðal annars um fornleifar sem fundist hafa víða á Norðurlöndum og um Fjallkonuna sem fannst hér á Íslandi árið 2004 á Vatnadalsheiði. Talið er að konan hafi verið uppi þegar víkingaöld ríkti í Norður-Evrópu og nælurnar sem hún bar voru í tísku á árunum 900 -950.
Útivistardagur verður hjá okkur hluta úr degi, 17.september n.k. Nemendur koma klædd eftir veðri en við vonum nú að veðurguðirnir verði okkur góðir og komi með rigningarlausan dag.
Verkefnið Tónlist fyrir alla. Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.
Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.
Á hverri önn eru flestir grunnskólar landsins þátttakendur í þessu verkefni og eru á hverju ári um 150 – 200 tónleikar haldnir í um 130 skólum.
Á hverri önn eru um 6 – 8 tónlistarhópar í gangi og eru flytjendur á bilinu 25 – 30.
Skólatónleikar á Íslandi – Tónlist fyrir alla er sjálfstætt starfandi stofnun en rekin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Þann 19. september n.k kemur hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans til okkar sem hluti af verkefninu Tónlist fyrir alla og fara með okkur í stutt ferðalag í máli, myndum og tónum til nokkurra af Balkanlöndunum. Þetta verður mjög fróðlegt og skemmtilegt.
Í uppbyggingastefnunni unnum við með hlutverkin og kláruðu nemendur að gera plakötin tengd því. Læt fylgja með myndir J
Ég vil minna foreldra á að fylgjast vel með heimanámi barnanna og sjá til þess að þau komi ekki ólærð í skólann.
Ef þið hafið einhverjar spurningar hvet ég ykkur til að hafa samband við mig með tölvupósti klaraberglind@patreksskoli.is eða í viðtalstíma á miðvikudögum frá 13:15 – 13:55.
Græn ábending: Á laugardögum kl.10.00-12.00 kemur gámabíllinn til okkar niður að endurvinnslukránni og tekur allt rusl sem ekki kemst í krána.
Bestu kveðjur
Klara Berglind.