Í næstu viku verður einnig ýmislegt um að vera.
Mánudaginn 13. maí er starfskynning hjá nemendum í 10. bekk. Nemendur fara yfir á Patreksfjörð og fræðast um nokkrar starfsstéttir sem þeir hafa mestan áhuga á að kynna sér.
Skólahjúkrunarfræðingur kemur þriðjudaginn 14. maí og verður með fræðslu fyrir öll stigin. Einnig verður lestrarpróf hjá 1. – 7. bekk þann dag.
Miðvikudaginn 15. maí er Birkimelsferð hjá nemendum 5. bekkjar. Þar fá þeir m.a. fræðast um handtökin í sveitinni. Upplýsingar um hvað nemendur þurfa að hafa með sér verða sendar síðar.
Vikan endar svo á Nemendadegi GV. Þann dag fá nemendur að njóta sín í hinum ýmsu leikjum og hafa það skemmtilegt. Það eru nemendur í GV sem fá að skipuleggja þennan dag og sjá um að allir hafi nóg að gera.
Græn ábending: Í stað þess að nota eitur til að losna við blaðlús úr runnum er hægt að halda henni í skefjum með því að spúla með volgu vatni og setja gjarnan dálítið af grænsápu út í (1/2 dl sápa á móti 1 l af vatni).
Kær kveðja,
Arnar Þór og Signý
">Kæru foreldrar/forráðamenn.
Þessi vika hefur verið mjög skemmtileg.
Á miðvikudaginn var Grænfánahátíð í Grunnskóla Vesturbyggðar þar sem allar deildir skólans fengu Grænfánann afhentan. Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenti Ásdísi grænfánann hér í Bíldudalskóla í frábæru veðri og það kom í hlut 10. bekkjar að flagga honum. Eftir það sungu nemendur tvö lög sem þeir voru búnir að æfa dagana á undan. Að lokum bauð foreldrafélagið upp á grillaðar pylsur og í eftirrétt var Grænfánakaka í tilefni dagsins.
Í dag er 6. – 10. bekkur á Patreksfirði, að taka þátt í Háskólalestinni. Nemendur fá að velja þrjú af eftirfarandi námskeiðum og taka þátt í ýmsum verkefnum tengdum þeim en námskeiðin eru: efnafræði, hugmyndasaga, japanska, jarðfræði, stjörnufræði og Vísindavefurinn. Ég vil minna á, að á laugardaginn verður Háskólalestin með dagskrá fyrir almenning og hvetjum við foreldra til að fara og skoða því sjón er sögu ríkari.
Í næstu viku verður einnig ýmislegt um að vera.
Mánudaginn 13. maí er starfskynning hjá nemendum í 10. bekk. Nemendur fara yfir á Patreksfjörð og fræðast um nokkrar starfsstéttir sem þeir hafa mestan áhuga á að kynna sér.
Skólahjúkrunarfræðingur kemur þriðjudaginn 14. maí og verður með fræðslu fyrir öll stigin. Einnig verður lestrarpróf hjá 1. – 7. bekk þann dag.
Miðvikudaginn 15. maí er Birkimelsferð hjá nemendum 5. bekkjar. Þar fá þeir m.a. fræðast um handtökin í sveitinni. Upplýsingar um hvað nemendur þurfa að hafa með sér verða sendar síðar.
Vikan endar svo á Nemendadegi GV. Þann dag fá nemendur að njóta sín í hinum ýmsu leikjum og hafa það skemmtilegt. Það eru nemendur í GV sem fá að skipuleggja þennan dag og sjá um að allir hafi nóg að gera.
Græn ábending: Í stað þess að nota eitur til að losna við blaðlús úr runnum er hægt að halda henni í skefjum með því að spúla með volgu vatni og setja gjarnan dálítið af grænsápu út í (1/2 dl sápa á móti 1 l af vatni).
Kær kveðja,
Arnar Þór og Signý