http://www.unicef.is/ . Nemendur munu koma heim með apakver á mánudaginn og þá getið þið kæru foreldrar heitið á þá einhverri upphæð fyrir að klára þær þrautir sem verða í ratleiknum, ef nemendur klára þrautirnar fá þeir límmiða í apakverið sitt og þar með fyrirfram ákveðna upphæð fyrir hvern límmiða. Peningarnir sem nemendur safna fara til UNICEF á Íslandi og hjálpar þeim að hjálpa fátækum börnum um allan heim. Eftir ratleikinn verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús með.
Skólaslitin í Grunnskóla Vesturbyggðar verða á fimmtudaginn 6. júní en tímasetning á henni verður auglýst frekar í næstu viku.
Græn ábending um vistvæn húsráð:
Stálull gegn rispum: Fjarlægja má rispur í timburgólfum með stálull sem dýft er í vaxbón.
Glansandi baðkar: Þvoið baðkarið með blöndu af ediki og salti.
Klórafgangar: Hellið afgöngunum í klósettið því það hefur hreinsandi áhrif.
Þar sem þetta er síðasta fréttabréfið á þessu skólaári viljum við þakka ykkur kæru foreldrar fyrir alla samvinnuna í vetur og vonandi verður hún jafn góð ef ekki betri næsta vetur.
Kærar kveðjur,
Arnar Þór og Signý
">Kæru foreldrar/forráðamenn.
Þessi vika er búin að vera svolítið skrítin þar sem einungis nemendur í 1. -6. bekk eru búin að vera í skólanum. Ástæðan er sú að nemendur í 8. og 9. bekk eru í skólaheimsókn út í Noregi í tengslum við samvinnuverkefni þeirra með nemendum í norskum skóla og 10. bekkur eru í skólaferðalagi í Danmörku .
Í næstu viku eru þemadagar og sumarfríðið rétt handan við hornið.
Á mánudag mæting í skólann kl. 10:00 og þá ætlum við að planta nokkrum trjám og fara svo í nokkra leiki á eftir eða til kl. 12.
Á þriðjudag er mæting kl. 9:00 í hollann morgunverð upp í skóla og svo verður farið í sund á eftir þannig að nemendur þurfa að mæta með sundföt.
Á miðvikudag er einnig mæting kl. 9:00 og þá verður farið í léttan UNICEF ratleik til styrktar UNICEF á Íslandi http://www.unicef.is/ . Nemendur munu koma heim með apakver á mánudaginn og þá getið þið kæru foreldrar heitið á þá einhverri upphæð fyrir að klára þær þrautir sem verða í ratleiknum, ef nemendur klára þrautirnar fá þeir límmiða í apakverið sitt og þar með fyrirfram ákveðna upphæð fyrir hvern límmiða. Peningarnir sem nemendur safna fara til UNICEF á Íslandi og hjálpar þeim að hjálpa fátækum börnum um allan heim. Eftir ratleikinn verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús með.
Skólaslitin í Grunnskóla Vesturbyggðar verða á fimmtudaginn 6. júní en tímasetning á henni verður auglýst frekar í næstu viku.
Græn ábending um vistvæn húsráð:
Stálull gegn rispum: Fjarlægja má rispur í timburgólfum með stálull sem dýft er í vaxbón.
Glansandi baðkar: Þvoið baðkarið með blöndu af ediki og salti.
Klórafgangar: Hellið afgöngunum í klósettið því það hefur hreinsandi áhrif.
Þar sem þetta er síðasta fréttabréfið á þessu skólaári viljum við þakka ykkur kæru foreldrar fyrir alla samvinnuna í vetur og vonandi verður hún jafn góð ef ekki betri næsta vetur.
Kærar kveðjur,
Arnar Þór og Signý