Kæru foreldrar!
Í þessari viku hefur allt verið á fullu í árshátíðarundirbúningi. Nemendur eru nánast búnir að læra sínar rullur og leikmyndin að verða tilbúin. Allir mjög duglegir að hjálpast að. Við viljum minna á að nemendur eiga að koma með búninga á mánudaginn því þá förum við á sviðið í Baldurshaga í alvöru æfingar!
Í næstu viku verður kennt eftir stundarskrá fyrstu tvo tímana og eftir það verður farið í æfingar. Eftir hádegismatinn verður einnig kennt eftir stundarskrá mánudag-miðvikudag.
Á fimmtudaginn mæta nemendur kl. 08:50 niður í Baldurshaga þar sem tekin verður síðasta æfing og generalprufa. Ekki verður kennt eftir hádegi nema þörf sé á auka æfingu.
Mæting í Baldurshaga kl. 19:30 og árshátíðin hefst kl.20:00.
Á föstudaginn er mæting kl. 09:00 í Baldurshaga þar sem farið verður í tiltekt. Að því loknu förum við upp í skóla í páskaföndur og skólanum lýkur kl. 11:00.
Græn ábending: Nýta má notuð ljósritunar- og vélritunarblöð sem risspappír eða sem prufublöð við ljósritun.
Kær kveðja, Signý og Arnar