mendur og starfsfólk er í óðaönn að undirbúa árshátíð Patreksskóla sem halda á 25. mars kl. 17:00 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Æfingar og undirbúningur munu standa yfir alla þessa viku og skólastarfið helgast af því.

Þar sem aðstæður í heiminum gera okkur ekki kleift að hafa árshátíðina eins og vant er munum við gera breytingar á henni í ár.

Fyrst ber að nefna að árshátíðin verður með því sniði að ekki verður gert hlé og ekki verða veitingar eins og verið hefur, vegna sóttvarnarráðstafana. Til að uppfylla kröfur sóttvarnarreglna verða eftirfarandi ráðstafanir gerðar:

Gert er ráð fyrir 2 frá hverju heimili til að halda fjölda innan marka. Grímur verða afhentar á staðnum fyrir þá sem ekki koma með og spritt stöðvar verða með reglulegu millibili.

Þá er gestum einnig gert að skrifa niður nafn, kennitölu og símanúmer á blað við komu en það er gert til að hafa allar upplýsingar til staðar fyrir smitrakningateymið ef upp kemur smit. Það flýtir fyrir að vera búin að senda á umsjónarkennara hvers hóps þessar upplýsingar.
Við munum raða stólum upp eins og í leikhúsi þar sem 1 meter þarf að vera á milli fjölskylda.

Á föstudeginum mæta nemendur kl. 9.00, hádegismatur er kl. 11:30 og eftir hann halda nemendur heim í páskafrí. Frístund verður opin frá kl. 12:00-15:00 og leikskóladeildin Klif verður með hefðbundinn opnunartíma.

Bestu kveðjur, Ásdís Snót.

"> Árshátíð Patreksskóla – Grunnskóli Vesturbyggðar

Árshátíð Patreksskóla - 22. mars