Þorrablót Patreksskóla. - 31. janúar 2019

Þorrablót Patreksskóla verður fimmtudaginn 31. janúar kl. 11:00, en þá hittast allir í salnum og bekkir eða/og stigin ,,fremja“ eitthvað sem er þjóðlegt og tengist þorranum. Að því loknu verður borðað í salnum, en þá verður þjóðlegur matur, s.s. saltkjöt, slátur, sviðasulta, harðfiskur og hákarl í boði fyrir nemendur. Forráðamenn eru hvattir til að mæta og njóta atriða bekkjanna og síðan að ,,hvetja“ nemendur til að prófa hinn þjóðlega mat.

Hlökkum til að sjá ykkur !