Stöðumatsvika. - 26. febrúar 2018

í þessari viku verður stöðumat, en þá mæta forráðamenn og nemendur í viðtal hjá umsjónarkennurum og fara yfir stöðuna og hvað er framundan. Einnig geta forráðamenn rætt við sérgreinakennara óski þeir þess. Umsjónarkennarar verða í sambandi við forráðamenn varðandi tímasetningu viðtalsins.