Öskudagur. - 14. febrúar 2018

Hefð er fyrir því í Patreksskóla að nemendur koma saman á sal kl. 10 og slá köttinn úr tunnunni. Síðan er haldið út í bæ, sungið fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu og Landsbankans. Að því loknu halda nemendur 1. – 4. bekkjar aftur upp í skóla, en aðrir nemendur halda áfram ferð sinni um bæinn og syngja fyrir ýmsa og þiggja nammi í staðinn.
Oddi hf. styrkir skólann með innihaldi tunnunnar og kunnum því ágæta fyrirtæki bestu þakkir fyrir stunðninginn gegnum árin.