Litlu – jólin í Patreksskóla. - 19. desember 2019

Litlu – jólin í Patreksskóla 2019 eru 19. desember. Í grunnskólanum hefjast þau með því að nemendur mæta kl. 10:00 í sína stofu til umsjónarkennara. Þar verður um klukkustundar samvera en að því loknu mun jólaballið hefjast á sal skólans.  Að sjálfsögðu verður leikskóladeildin einnig á Litlu – jólunum, en hjá þeim er að öðru leyti venjulegur skóladagur.

Litlu- jólunum lýkur um kl. 12:00.