Foreldra – og nemendadagur - 17. maí 2019

17. maí er foreldra – og nemendadagur. Allir foreldrar / forráðamenn eru velkomnir í skólann kl. 10 og þá hefst skipulögð dagskrá sem allir eru hvattir til að taka þátt í með nemendur skólans.

10. bekkur skipuleggur daginn, sem hefur verið haldinn í nokkur ár og sífellt hefur þátttakan aukist. Dagskráin er bæði innan og utanhúss og oft reynir á samhæfni, skipulag og liðlegheit, en um fram allt jákvæðni og þátttökugleði. Við hlökkum til að sjá ykkur !