-
Göngum vel um skólann og umhverfi hans
-
Göngum vel um byggðina okkar
-
Eflum umhverfisvitund með því að flokka og endurnýta
-
Verum meðvituð um að við eigum bara eina jörð og við verðum að vernda hana
-
Verum meðvituð um að við eigum bara einn líkama og við verðum að vernda og rækta hann
-
Drögum úr mengun og eflum lýðheilsu með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta eins og mögulegt er
-
Eflum þekkingu okkar á umhverfismálum, fræðumst og fræðum aðra
-
Grunnskóli Vesturbyggðar stefnir á að hafa umhverfismál að leiðarljósi í sínu starfi
Göngum vel um skólann og umhverfi hans
- Allir leggja sig fram um að taka upp eftir sig, fara úr skónum í anddyri, henda rusli þar sem það á að fara.
Göngum vel um byggðina okkar
- Hendum ekki rusli í náttúruna. Tínum upp rusl og setjum í ruslafötur.
- Hvetjum aðra til að ganga vel um byggðina okkar.
Eflum umhverfisvitund með því að flokka og endurnýta
- Endurvinnanlegt rusl er flokkað í skólanum s.s. pappír, plast, fernur og fleira.
- Pappír er endurnýttur, prentað beggja vegna á hann og það sem tilfellur fer í endurvinnslugáminn.
Verum meðvituð um að við eigum bara eina jörð og við verðum að vernda hana
- Fræðsla um umhverfisvernd og sjálfbærnimenntun er í skólanum.
Verum meðvituð um að við eigum bara einn líkama og við verðum að vernda og rækta hann
- Ekki er leyfilegt að hafa sætabrauð í nesti
- Neysla sælgætis og gosdrykkja er bönnuð í skólanum, nema á skemmtunum.
- Öll tóbaksnotkun, hverju nafni sem hún nefnist, áfengis og fíkniefnaneysla er bönnuð í skólanum, á lóð hans og í ferðum sem farnar eru á vegum hans.
- Norræna skólahlaupið er haldið á hverju skólaári.
- Íþróttamót og þemadagar tengdir hreyfingu og útivist
Drögum úr mengun og eflum lýðheilsu með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta eins og mögulegt er
- Í Grunnskóla Vesturbyggðar er „göngum í skólann“ vika á hverju hausti
- Nemendur eru hvattir til að koma á hjólum, með hjálm
Eflum þekkingu okkar á umhverfismálum, fræðumst og fræðum aðra
- Grænfánanefndarfundir eru haldnir a.m.k. einu sinni í mánuði á skólaárinu.
- Vinna við grænfánann verður kynnt á foreldrafundum, vefsíðum og fréttapistlum skólans.
- Umhverfisfræðsla fléttuð inn í skólastarf með markvissum hætti.
Grunnskóli Vesturbyggðar stefnir á að hafa umhverfismál að leiðarljósi í sínu starfi.