Grænfáninn

Skóli á grænni grein

Grunnskóli Vesturbyggðar hefur hafið þátttöku í verkefninu um Grænfánann. Þar sem skólinn er orðinn þátttakandi er hann nú „Skóli á grænni grein“ og mun huga að umhverfismálum í starfi sínu.

Skólinn setur sér það markmið að fá Grænfánann og hefur starf að því markmiði.

Í starfinu felst að:

  • stofna umhverfisnefnd skólans,
  • meta stöðu umhverfismála í skólanum,
  • gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum,
  • sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum,
  • fræða nemendur um umhverfismál,
  • kynna stefnu sína út á við og fá aðra með,
  • setja skólanum formlega umhverfisstefnu.

Þegar þessi skref hafa verið stigin getur skólinn sótt um að fá Grænfánann. Skólinn getur tekið sér þann tíma sem hann vill til að ná þessum markmiðum.