Hoppa yfir valmynd

Kvenna­verk­fall 2023

Þriðju­daginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launa­fólks blásið til heils dags kvenna­verk­falls. Vest­ur­byggð tekur undir þau megin­markmið kvenna­verk­falls að hefð­bundin kvenna­störf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verð­leikum. Kvenna­verk­fallið er baráttu­dagur fyrir jafn­rétti á vinnu­markaði og tekur launa­fólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun en þó í samráði við sína stjórn­endur.

Konur og kvár í Patreks­skóla hafa tilkynnt að þau ætli að leggja niður störf þennan dag. Grunn­skóla­deild, leik­skóla­deild og frístund­astarf í Patreks­skóla fellur því niður þriðju­daginn 24. október þar sem við getum ekki sinnt kennslu né gæslu þann dag með tilliti til öryggis nemenda.

Skóla­stjóri.


Skrifað: 19. október 2023