Hoppa yfir valmynd

Gróð­ur­setning í Yrkju­skógi haustið 2023

Fimmtu­daginn 14.sept­ember fóru nemendur í 1.bekk upp í Yrkju­skóg skólans og gróð­ur­settu birki­plöntur.


Skrifað: 22. september 2023

Fimmtudaginn 14.september fóru nemendur í 1.bekk upp í Yrkjuskóg skólans og gróðursettu birkiplöntur. Hver nemandi var með um 3 plöntur og var grafin hola, sett mold og tré niður við stiku með nafni hvers nemanda.

Foreldrar komu með börnunum sínum og kennarar.  Félagar úr skógræktarfélagi Patreksfjarðar, þeir Eiður og Símon komu til að aðstoða.

Frábær hefð á hverjum ári og er skógurinn okkar orðinn mjög hávaxinn og fallegur.

Takk öll sem mættu til að gróðursetja og fóru 2 bakkar af birkitrjám niður.

yrkju.jpg
yrkju1-1.jpg
yrkju2-1.jpg
yrkju3-1.jpg
yrkju4-1.jpg