Um Vest­ur­byggð

Vest­ur­byggð er sveit­ar­félag á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Til Vest­ur­byggðar teljast Birki­melur á Barða­strönd, Bíldu­dalur og Patreks­fjörður og sveit­irnar Barða­strönd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðis­andur og Suður­firðir.

Fyrrum voru sex hreppar á suður­svæði Vest­fjarða: Barða­stranda­hreppur, Ketildala­hreppur, Patreks­hreppur, Rauðasands­hreppur, Suður­fjarða­hreppur og Tálkna­fjarð­ar­hreppur. Árið 1987, þann 1. júlí, voru Ketildala­hreppur og Suður­fjarða­hreppur samein­aðir í Bíldu­dals­hrepp og þann 11. júní 1994 samein­uðust Bíldu­dals­hreppur, Barða­stranda­hreppur, Patreks­hreppur og Rauðasands­hreppur í Vest­ur­byggð. Samein­ing­ar­til­lagan var felld í kosn­ingum á Tálkna­firði og eru nú tvö sveit­ar­félög á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, Tálkna­fjarð­ar­hreppur og Vest­ur­byggð.


Bæjarstjórar í Vesturbyggð

  • Þórdís Sif Sigurð­ar­dóttir 2022-
  • Rebekka Hilm­ar­dóttir, 2018–2022
  • Ásthildur Sturlu­dóttir, 2010–2018
  • Frið­björg Matth­ías­dóttir, afleysing,  2016–2017
  • Ragnar Jörundsson, 2006–2010
  • Guðmundur Guðlaugsson, 2004–2006
  • Brynj­ólfur Gíslason, 2002–2004
  • Jón Gunnar Stef­ánsson, 1998–2002
  • Jón Gauti Jónsson, 1997–1998
  • Gísli Ólafsson, 1995–1997
  • Ólafur Arnfjörð, 1994–1995